Reykjavíkurborg vantar enn 43 starfsmenn til að manna stöður á frístundaheimilum. Fjöldi barna á biðlista eftir plássi er nú um 350.
Í síðustu viku vantaði 86 starfsmenn og um 650 börn voru á biðlista. Eva Einarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, vonast til þess að búið verði að ráða í allar stöður á næstu tveim til þrem vikum. „Það endaði að minnsta kosti þannig í fyrra. Þetta small saman að lokum,“ segir Eva.- sv

