

Sögulegt skref í heimsviðskiptum
Innganga Rússa er markvert skref fyrir alþjóðaviðskipti. Rússland er síðasta stóra hagkerfið sem enn stendur fyrir utan WTO en við aðild munu um 97% heimsviðskiptanna heyra undir reglur stofnunarinnar. Aðildarríkin fá mun betri og tryggari aðgang að mörkuðum Rússlands á jafnræðisgrundvelli og rússnesk fyrirtæki fá aðgang til jafns við fyrirtæki annarra aðildarríkja á erlendum mörkuðum í samræmi við reglur WTO. Í þessu felst gagnkvæmur hagur.
Sæti við borðiðÍ WTO undirgengst Rússland eins og önnur ríki stofnunarinnar ýmsar skyldur en einnig felast í aðild ýmis réttindi og ávinningur. Rússland fær sæti við borðið við hlið Íslands og annarra aðildarríkja þar sem alþjóðlegar viðskiptareglur eru mótaðar og ákvarðanir eru teknar. Leikreglur WTO miða að því að skapa festu, öryggi og fyrirsjáanleika í heimsviðskiptum, stuðla að auknu frelsi í milliríkjaverslun og samkeppni með opnun markaða fyrir vörur og þjónustu. Markmiðið er að örva þannig fjárfestingu, atvinnusköpun og viðskipti almennt og stuðla að sjálfbærri þróun. Að þessu er unnið með samningum og reglum sem setja t.d. vissar skorður við álagningu tolla, notkun ríkisstyrkja og tæknilegra viðskiptahindrana auk þess sem stuðlað er að vernd hugverka. Jafnræðisregla og gagnsæi eru grunnreglur sem koma í veg fyrir að ríkjum og fyrirtækjum sé mismunað að geðþótta. Aðildarríki skal veita öllum aðildarríkjum sama markaðsaðgang fyrir vöru og þjónustu (svonefnd bestu-kjara regla), enda þótt ríkjum sé jafnframt heimilt að gera fríverslunarsamninga sín í milli sem veiti betri aðgang.
Síðast en ekki síst geta aðildarríkin leitað úrlausnar WTO á viðskiptadeilum og fengið niðurstöðu sem er bindandi fyrir aðila máls. Með því er stuðlað að aðhaldi og festu á viðskiptasviðinu þar sem allar þjóðir sitja við sama borð og alþjóðareglur gilda í stað aflsmunar. Það er afar mikilvægt fyrir ríki eins og Ísland.
Bætt viðskiptakjör fyrir íslenskar vörur og þjónustuViðskipti Íslands og Rússlands byggja á gömlum merg og hefur Ísland einkum flutt út sjávarafurðir, en síðari ár einnig iðnaðarvörur og landbúnaðarvörur, þó í mun minna mæli. Heildarútflutningur til Rússlands nam um 11,6 milljörðum króna árið 2010. Þar af var um helmingur makríll og fjórðungur síld og karfi. Hvað varðar þjónustuviðskipti nam útflutningur frá Íslandi til Rússlands árið 2009 alls rúmlega 4,2 milljörðum króna og innflutningur 460,8 milljónum króna.
Aðild Rússlands að WTO hefur margvísleg jákvæð áhrif á viðskipti Íslands og Rússlands. Svo dæmi séu tekin þá lækka tollar á ýmsar sjávarafurðir um 70%. Tollur á heilfrystum makríl lækkar úr 10% í 3%, tollur á heilfrystum karfa úr 10% í 6% og tollar á heilfrystri síld, frystum síldarflökum og samflökum úr 10% í 3%. Þetta eru mikilvægustu útflutningsvörur Íslands til Rússlands í dag. Tollar á aðrar sjávarafurðir munu í flestum tilfellum verða á bilinu 3-8%. Rússar fá tvö til fjögur ár til að framkvæma þessar tollalækkanir.
Hvað iðnaðarvörur varðar þá lækkar t.d. tollur á tækjabúnaði til matvælaframleiðslu úr 10% í 5-7% og í einhverjum tilvikum í 3%, á tveggja til þriggja ára aðlögunartímabili. Tollur á fiskikerum lækkar úr 20% í 6,5%. Ennfremur mun Rússland skuldbinda sig til þess að lækka tolla á lyfjum, sem nú eru almennt á bilinu 10-15%, niður í 3-6,5%, en fær tveggja til fjögurra ára aðlögunartímabil til að framkvæma þá lækkun. Tollar á öllum öðrum iðnaðarvörum lækka einnig verulega.
Landbúnaðarvörur fara ekki varhluta af tollalækkunum en t.d. munu tollar á lambakjöti lækka um 40% (úr 25% í 15% að loknu aðlögunartímabili).
Hvað varðar þjónustuviðskipti tekur Rússland á sig skuldbindingar m.a. á sviði viðskiptaþjónustu (t.d. verkfræðiþjónustu), fjarskiptaþjónustu, byggingarþjónustu, umhverfisþjónustu, fjármálaþjónustu, ferðaþjónustu, sjóflutninga o.fl. Með því er aðildarríkjum WTO, þ. á m. Íslandi, tryggður markaðsaðgangur til Rússlands á ýmsum sviðum þjónustuviðskipta á grundvelli reglna WTO sem veitir þjónustuveitendum aukið réttaröryggi á rússneska markaðnum.
Einnig má nefna að við aðild gengst Rússland undir samning WTO um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna. Samningnum er ætlað að torvelda að heilbrigðisreglum sé beitt sem duldum viðskiptahindrunum en slíkt er mikilvægt hagsmunamál fyrir útflutningsríki á matvælum eins og Ísland.
EFTA-ríkin hafa þegar hafið fríverslunarviðræður við Rússland og þegar þeim lýkur mun rússneski markaðurinn opnast enn frekar fyrir íslenskar útflutningsvörur. ESB-ríkin horfa einnig hýru auga til frekara samstarfs við Rússland.
Litið til framtíðarVið aðild Rússlands að WTO lýkur 18 ára samningaferli sem reyndi oft og tíðum á alla aðila. Um leið markar aðildin upphaf að nýjum og spennandi tímum þar sem Rússland og rússneskt efnahagslíf verða fullir þátttakendur í alþjóðlega viðskiptakerfinu. Það verður fróðlegt að sjá í framkvæmd hvaða áhrif þetta skref mun hafa í Rússlandi og á heimsmarkaði. Á erfiðum tímum í efnahagsmálum er afturhvarf til verndarhyggju freisting sem erfitt getur verið að standast. Hvað Rússlandi viðvíkur þá er ljóst að landið hefur veðjað gegn þeirri leið út úr vandanum. Þvert á móti heldur Rússland ótrautt áfram í átt að auknu frjálsræði í viðskiptum.
Skoðun

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar