Eru fjármálafyrirtækin vísvitandi að hagnast á röngum aðferðum við endurútreikning ólögmætra lána? Gunnlaugur Kristinsson skrifar 30. mars 2011 06:15 Endurútreikningar frá fjármálastofnunum vegna ólögmætra erlendra lána streyma nú inn um lúgur landsmanna. Margir hafa gagnrýnt endurútreikningana og bent hefur verið á að afturvirkur vaxtaútreikningur standist hugsanlega ekki lög. Ekki er ætlunin að velta vöngum yfir réttmæti þess heldur einungis skoða þær aðferðir sem lánastofnanir eru að beita og bera saman við aðferðarfræðina sem lögfest var í árslok 2010. Með lögum nr. 151/2010 var lögfest sérregla í 18 gr. laga nr. 38/2001 um þá aðferðarfræði sem beita ætti við endurútreikning lánasamninga sem hefðu að geyma ákvæði um ólögmæta vexti og verðtryggingu. Aðferðin er sú að upphaflegur höfuðstóll skal vaxtareiknaður miðað við vexti Seðlabanka Íslands. Frá höfuðstól og áföllnum vöxtum skal síðan draga frá innborganir miðað við hvern greiðsludag og ráðstafa upp í áfallna vexti og höfuðstól. Skýrt kemur fram í greininni að einungis er heimilt að vaxtareikna upphaflegan höfuðstól. Í athugasemdum með frumvarpi laganna er skýrt tekið fram að ekki sé heimilt að krefjast vanskilavaxta né annarra vanskilaálaga. Ákvæðið er tæmandi um hvaða vaxtaútreikningi megi beita á hin ólögmætu lán. Þannig er ekki heimilt að reikna dráttarvexti, ígildi dráttarvaxta né heldur bæta vöxtum við höfuðstól skv. 12 gr. laganna enda tengist slík aðgerð vanskilum sbr. umfjöllun um þá grein í frumvarpi laga nr. 38/2001. Ákvæðið um endurútreikning ólögmætra lána var ætlað að vera skýrt og skilvirkt. Undirritaður hefur skoðað endurútreikninga SP fjármögnunar, Frjálsa fjárfestingarbankans og Arion banka. Arion banki og Frjálsi beita sömu aðferðarfræðinni en SP fjármögnun annarri. Báðar þessar aðferðir eru í ósamræmi við framangreinda aðferðarfræði laganna og ganga báðar á hagsmuni lántakenda. SP fjármögnun beitir þeirri aðferðarfræði að endurreikna greiðsluflæði lánsins eins og það hefði átt að vera miðað við breytta vexti. Á hverjum gjalddaga er endurreiknaður gjalddagi færður inn á ímyndaðan veltureikning og á móti eru færðar raunverulegar greiðslur á greiðsludegi. Staða hins ímyndaða veltureiknings er síðan vaxtareiknuð við hverja hreyfingu. Ef lántaki greiddi alltaf útsenda greiðsluseðla á gjalddaga og heildarfjárhæð hvers gjalddaga var hærri en endurútreiknaðir vextir leiðir útreikningurinn af sér sömu niðurstöðu og aðferðarfræði laganna. Flestir eiga sögu um að hafa einhvern tíma greitt eftir gjalddaga, svo ekki sé talað um þá sem sömdu við fyrirtækið um frystingu greiðslna. Við þær aðstæður reiknar SP fjármögnun ígildi refsivaxta og vaxtavaxta sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögunum. Hér getur munað tugum ef ekki hundruðum þúsunda til óhagræðis fyrir skuldara. Fjármálastofnanirnar sem veittu íbúðalán virðast flestar ætla að beita annarri aðferðarfræði en fjármögnunarfyrirtækin. Aðferðin gengur út á það að höfuðstóll skuldarinnar er vaxtareiknaður miðað við vexti Seðlabankans. Á sérhverju 12 mánaða tímabili er áföllnum vöxtum bætt við höfuðstól og í framhaldinu eru vextir reiknaðir af samanlögðum áföllnum vöxtum og höfuðstól. Sömu aðferð er beitt á innborganir og mismunurinn sagður vera nýr höfuðstóll. Hafi verið greitt reglubundið meira en sem nemur tæplega endurútreiknuðum vöxtum er aðferðin hagstæðari fyrir lánþega. Slík staða lánþega heyrir því miður til undantekninga og hafi menn samið um frystingar eða greiðslulækkun verður munurinn enn meiri, lánþega í óhag. Eins og áður segir er þessi aðferðarfræði andstæð lögunum og getur jafnvel munað milljónum sem fjármálastofnanirnar eru að ofreikna stöðu einstakra lánasamninga. En hvers vegna eru fjármálafyrirtækin að beita mismunandi aðferðum við endurreikninginn, þrátt fyrir skýra og skilvirka aðferðarfræði laganna? Svarið getur ekki legið í öðru en því að fyrirtækin rói að því öllum árum að finna aðferð sem hentar þeim best til að hámarka eigin lánasöfn. Þetta reyna þau að gera innan ramma laga um vexti og verðtryggingu í heild sinni en ekki út frá þeirri uppgjörsreglu sem sett var sérstaklega gagnvart endurútreikningi hinna ólögmætu lána. Húsnæðislán eru til langs tíma með lága afborgun af höfuðstól en bílasamningar til skamms tíma með háa afborgun af höfuðstól. Því hentar ekki sama aðferðarfræðin til að hámarka útkomuna vegna lána til lengri tíma og lána til skamms tíma. Ef aðferðarfræði bankanna, sem beitt er á húsnæðislánin, er beitt á bílasamninga leiðir það til meiri lækkunar á bílalánunum en þegar hefur verið kynnt. Ekki er hægt að túlka aðferðarfræði fjármálafyrirtækjanna öðruvísi en sem alvarlega tilraun til að hagnast óeðlilega á kostnað lántakenda. Að mati undirritaðs getur verið um milljarða króna að ræða sem fyrirtækin eru að hafa af lánþegum með ólögmætum hætti. Það eitt og sér að fjármálafyrirtækin beita ekki sömu aðferðum við endurútreikninginn ætti að klingja bjöllum hjá eftirlitsaðilum um að ekki sé allt með felldu. Hér er rannsóknar þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Endurútreikningar frá fjármálastofnunum vegna ólögmætra erlendra lána streyma nú inn um lúgur landsmanna. Margir hafa gagnrýnt endurútreikningana og bent hefur verið á að afturvirkur vaxtaútreikningur standist hugsanlega ekki lög. Ekki er ætlunin að velta vöngum yfir réttmæti þess heldur einungis skoða þær aðferðir sem lánastofnanir eru að beita og bera saman við aðferðarfræðina sem lögfest var í árslok 2010. Með lögum nr. 151/2010 var lögfest sérregla í 18 gr. laga nr. 38/2001 um þá aðferðarfræði sem beita ætti við endurútreikning lánasamninga sem hefðu að geyma ákvæði um ólögmæta vexti og verðtryggingu. Aðferðin er sú að upphaflegur höfuðstóll skal vaxtareiknaður miðað við vexti Seðlabanka Íslands. Frá höfuðstól og áföllnum vöxtum skal síðan draga frá innborganir miðað við hvern greiðsludag og ráðstafa upp í áfallna vexti og höfuðstól. Skýrt kemur fram í greininni að einungis er heimilt að vaxtareikna upphaflegan höfuðstól. Í athugasemdum með frumvarpi laganna er skýrt tekið fram að ekki sé heimilt að krefjast vanskilavaxta né annarra vanskilaálaga. Ákvæðið er tæmandi um hvaða vaxtaútreikningi megi beita á hin ólögmætu lán. Þannig er ekki heimilt að reikna dráttarvexti, ígildi dráttarvaxta né heldur bæta vöxtum við höfuðstól skv. 12 gr. laganna enda tengist slík aðgerð vanskilum sbr. umfjöllun um þá grein í frumvarpi laga nr. 38/2001. Ákvæðið um endurútreikning ólögmætra lána var ætlað að vera skýrt og skilvirkt. Undirritaður hefur skoðað endurútreikninga SP fjármögnunar, Frjálsa fjárfestingarbankans og Arion banka. Arion banki og Frjálsi beita sömu aðferðarfræðinni en SP fjármögnun annarri. Báðar þessar aðferðir eru í ósamræmi við framangreinda aðferðarfræði laganna og ganga báðar á hagsmuni lántakenda. SP fjármögnun beitir þeirri aðferðarfræði að endurreikna greiðsluflæði lánsins eins og það hefði átt að vera miðað við breytta vexti. Á hverjum gjalddaga er endurreiknaður gjalddagi færður inn á ímyndaðan veltureikning og á móti eru færðar raunverulegar greiðslur á greiðsludegi. Staða hins ímyndaða veltureiknings er síðan vaxtareiknuð við hverja hreyfingu. Ef lántaki greiddi alltaf útsenda greiðsluseðla á gjalddaga og heildarfjárhæð hvers gjalddaga var hærri en endurútreiknaðir vextir leiðir útreikningurinn af sér sömu niðurstöðu og aðferðarfræði laganna. Flestir eiga sögu um að hafa einhvern tíma greitt eftir gjalddaga, svo ekki sé talað um þá sem sömdu við fyrirtækið um frystingu greiðslna. Við þær aðstæður reiknar SP fjármögnun ígildi refsivaxta og vaxtavaxta sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögunum. Hér getur munað tugum ef ekki hundruðum þúsunda til óhagræðis fyrir skuldara. Fjármálastofnanirnar sem veittu íbúðalán virðast flestar ætla að beita annarri aðferðarfræði en fjármögnunarfyrirtækin. Aðferðin gengur út á það að höfuðstóll skuldarinnar er vaxtareiknaður miðað við vexti Seðlabankans. Á sérhverju 12 mánaða tímabili er áföllnum vöxtum bætt við höfuðstól og í framhaldinu eru vextir reiknaðir af samanlögðum áföllnum vöxtum og höfuðstól. Sömu aðferð er beitt á innborganir og mismunurinn sagður vera nýr höfuðstóll. Hafi verið greitt reglubundið meira en sem nemur tæplega endurútreiknuðum vöxtum er aðferðin hagstæðari fyrir lánþega. Slík staða lánþega heyrir því miður til undantekninga og hafi menn samið um frystingar eða greiðslulækkun verður munurinn enn meiri, lánþega í óhag. Eins og áður segir er þessi aðferðarfræði andstæð lögunum og getur jafnvel munað milljónum sem fjármálastofnanirnar eru að ofreikna stöðu einstakra lánasamninga. En hvers vegna eru fjármálafyrirtækin að beita mismunandi aðferðum við endurreikninginn, þrátt fyrir skýra og skilvirka aðferðarfræði laganna? Svarið getur ekki legið í öðru en því að fyrirtækin rói að því öllum árum að finna aðferð sem hentar þeim best til að hámarka eigin lánasöfn. Þetta reyna þau að gera innan ramma laga um vexti og verðtryggingu í heild sinni en ekki út frá þeirri uppgjörsreglu sem sett var sérstaklega gagnvart endurútreikningi hinna ólögmætu lána. Húsnæðislán eru til langs tíma með lága afborgun af höfuðstól en bílasamningar til skamms tíma með háa afborgun af höfuðstól. Því hentar ekki sama aðferðarfræðin til að hámarka útkomuna vegna lána til lengri tíma og lána til skamms tíma. Ef aðferðarfræði bankanna, sem beitt er á húsnæðislánin, er beitt á bílasamninga leiðir það til meiri lækkunar á bílalánunum en þegar hefur verið kynnt. Ekki er hægt að túlka aðferðarfræði fjármálafyrirtækjanna öðruvísi en sem alvarlega tilraun til að hagnast óeðlilega á kostnað lántakenda. Að mati undirritaðs getur verið um milljarða króna að ræða sem fyrirtækin eru að hafa af lánþegum með ólögmætum hætti. Það eitt og sér að fjármálafyrirtækin beita ekki sömu aðferðum við endurútreikninginn ætti að klingja bjöllum hjá eftirlitsaðilum um að ekki sé allt með felldu. Hér er rannsóknar þörf.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar