Innlent

ESB viðræður halda áfram

Heimir Már Pétursson skrifar
Forsætisráðherra segir að sá ferill sem aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið sé í haldi áfram, enda sé hann forsenda stjórnarsamstarfsins. Hún hefur enga trú á að meirihluti sé fyrir því á Alþingi að draga umsóknina til baka.

Þingflokkur Vinstri grænna fundaði á miðvikudag þar sem reynt var að bera klæði á vopnin í ágreiningi innan hans meðal annars um Evrópumálin. Forsætisráðherra segir formann Vinstri grænna hafa sannfært sig um að ríkisstjórnin nyti stuðnings allra þingmanna VG. Þaðan ómar engu að síður sú krafa að forsendum aðildarviðræðnanna verði breytt eða viðræðunum hætt, en forsætisráðherra segir engar slíkar kröfur hafa komið fram í ríkisstjórninni.

Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað þingsályktun um að umsókn Íslands að sambandinu verði dregin til baka. Forsætisráðherra segist sannfærð um að þingmenn treysti þjóðinni til að taka afstöðu til samninga að loknum aðildarviðræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×