Innlent

Aldarafmæli Háskóla Íslands: Nóbelsverðlaunahafar með fyrirlestra

Háskóli Íslands á aldarafmæli í ár, en skólinn var stofnaður á Alþingi 17. júní árið 1911. Af því tilefni kynnir Kristín Ingólfsdóttir rektor fjölbreytta dagskrá afmælisársins í dag og nýja stefnu Háskóla Íslands til næstu fimm ára.

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnar nýjan aldarafmælisvef háskólans með aðstoð nemenda frá leikskólanum Mánagarði. Hljóðfæraleikur, söngur, lifandi myndir, ljósagangur og óvæntar uppákomur prýða dagskrána í dag.

Á árinu munu svo heimsþekktir vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, halda fyrirlestra, háskólalestin ferðast um landið með lifandi dagskrá og margt fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×