Innlent

Tólf ætluð brot á gjaldeyrishöftum til rannsóknar

Ákærum hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur fjölgað verulega á milli ára eða úr 21 ákæru á árinu 2007 í 62 ákærur á árinu 2010. Á árinu 2008 voru gefnar út 42 ákærur og 47 á árinu 2009. Á þessum fjórum árum eru útgefnar ákærur 172 talsins.

Um áramótin 2009/2010 voru 133 mál í rannsókn hjá efnahagsbrotadeild. Á árinu 2010 voru málin flest 139 og var rík áhersla lögð á að ljúka málum innan þeirra tímamarka sem mælt er fyrir um í málsmeðferðarreglum ríkissaksóknara.

Til að bregðast við þessum fjölda mála voru gerðar ýmsar skipulagsbreytingar á starfsemi deildarinnar. Um síðustu áramót voru 57 mál til meðferðar í deildinni.

Af 57 málum sem eru nú til rannsóknar í efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra eru 12 mál vegna ætlaðra brota á gjaldeyrishöftum. Mörg þeirra mála eru umfangsmikil og flókin og teygja anga sína til annarra landa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×