Tiger missti einn sinn stærsta styrktaraðila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2011 18:15 Mynd/AP Tímaritið Golf Digest hefur bundið enda á þrettán ára samstarf við kylfinginn Tiger Woods sem hefur þar með misst einn af sínum stærstu styrktaraðilum. Golf Digest var næststærti styrktaraðili Woods á eftir Nike sem hefur haldið mikilli tryggð við sinn mann þrátt fyrir hneykslismálin sem skóku heimsbyggðina fyrir rúmu ári síðan. Þá missti hann bæði samninga við fyrirtækin Accenture, AT&T og Gatorade og nú fyrir tveimur vikum bættist Gillette í hópinn. Ástæðan er sú að upp komst að Woods hafði ítrekað haldið framhjá eiginkonu sinni, Elin Nordegren. Hann reyndi að bjarga hjónabandinu með því að taka sér frí frá golfi í um fimm mánuði en það tókst ekki. Síðan hann byrjaði aftur að spila hefur hann verið langt frá sínu besta og missti í lok október efsta sæti heimslistans til Lee Westwood. Woods hafði lengi birt greinar í Golf Digest sem voru aðallega ætlaðar sem kennsluefni í golfi. Samningur hans við tímaritið rann út um síðustu áramót og komust aðilar ekki að samkomulagi um nýjan samning. Nordegren er sögð hafa fengið væna upphæð í skilnaðinum við Tiger en kappinn er þó enn moldríkur og ætti ekki að þurfa hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur af framtíðinni. Golf Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tímaritið Golf Digest hefur bundið enda á þrettán ára samstarf við kylfinginn Tiger Woods sem hefur þar með misst einn af sínum stærstu styrktaraðilum. Golf Digest var næststærti styrktaraðili Woods á eftir Nike sem hefur haldið mikilli tryggð við sinn mann þrátt fyrir hneykslismálin sem skóku heimsbyggðina fyrir rúmu ári síðan. Þá missti hann bæði samninga við fyrirtækin Accenture, AT&T og Gatorade og nú fyrir tveimur vikum bættist Gillette í hópinn. Ástæðan er sú að upp komst að Woods hafði ítrekað haldið framhjá eiginkonu sinni, Elin Nordegren. Hann reyndi að bjarga hjónabandinu með því að taka sér frí frá golfi í um fimm mánuði en það tókst ekki. Síðan hann byrjaði aftur að spila hefur hann verið langt frá sínu besta og missti í lok október efsta sæti heimslistans til Lee Westwood. Woods hafði lengi birt greinar í Golf Digest sem voru aðallega ætlaðar sem kennsluefni í golfi. Samningur hans við tímaritið rann út um síðustu áramót og komust aðilar ekki að samkomulagi um nýjan samning. Nordegren er sögð hafa fengið væna upphæð í skilnaðinum við Tiger en kappinn er þó enn moldríkur og ætti ekki að þurfa hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur af framtíðinni.
Golf Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira