Innlent

Gert ráð fyrir rekstrarafgangi

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar gerir ráð fyrir rekstrarafgangi í ár. Fréttablaðið/
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar gerir ráð fyrir rekstrarafgangi í ár. Fréttablaðið/
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar gerir ráð fyrir um 120 milljóna rekstrarafgangi bæjarsjóðs á árinu. Afgangur samstæðu er talin verða tæpar 400 milljónir. Eignir bæjarins á hvern íbúa eru áætlaðar um 2,5 milljónir og skuldir á hvern íbúa eru rúmar 2 milljónir.

Í tilkynningu segir að reynt hafi verið að skerða ekki grunnþjónustu við bæjarbúa og hagsmunir barna og unglinga hafi verið hafðir að leiðarljósi.

„Gjaldskrárhækkunum er stillt í hóf og er enn frítt í sund fyrir börn og eldri borgara sem og frítt í strætó. Leikskólagjöld er með þeim lægstu í samanburði við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fyrir utan Reykjavík,“ segir þar.- þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×