Ráðuneytið vísar á stjórnvöld erlendis 12. janúar 2011 07:00 jóel færseth einarsson Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. „Íslensk stjórnvöld sendu í lok desember, erindi til indverskra yfirvalda þar sem óskað er tiltekinna upplýsinga sem ætlað er að greiða úr óvissu um réttarstöðu barnsins, hvað varðar ríkisfang og hvort hin íslensku hjón fari með forsjá þess að indverskum lögum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytisins. „Þessar upplýsingar hafa ekki borist en þegar afstaða indverskra yfirvalda liggur fyrir er vonast til að unnt verði að afhenda íslensku hjónunum vegabréf barnsins.“ Jóel fæddist á Indlandi í nóvember síðastliðnum. Foreldrar hans, þau Einar Þór Færseth og Helga Sveinsdóttir, fengu hjálp indverskrar staðgöngumóður sem gekk með barnið fyrir þau. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi, en engin lög eru til um hana á Indlandi. Dögg Pálsdóttir, lögmaður hjónanna, segir alls óvíst hvort eða hvenær indversk stjórnvöld verði við beiðni ráðuneytisins. Fyrirspurnin felur meðal annars í sér endanlega staðfestingu á því að Helga og Einar fari með forsjá barnsins, en einnig hvort Jóel hafi við fæðingu einnig fengið indverskan ríkisborgararétt. Þá vill ráðuneytið fá staðfestingu á því að Einar sé í raun líffræðilegur faðir barnsins. Á fæðingarvottorði Jóels, sem er gefið út af yfirvöldum í Maharashtra-ríki á Indlandi, eru Helga og Einar skráðir foreldrar hans. Vottorðið hefur verið staðfest af utanríkisráðuneyti Indlands. Innanríkisráðuneytið hefur ekki staðfest við Dögg hvers vegna vottorðið sé ekki nægilegt til að veita barninu vegabréf, að auki sé Alþingi búið að veita Jóel íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef ekki hugmynd um hvort eða hvenær indversk stjórnvöld munu svara þessari fyrirspurn,“ segir Dögg. „Á meðan ráðuneytið ætlar að láta þetta stýra vinnubrögðum í málinu, er alls óvíst hvenær þau komast til Íslands með barnið.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. „Íslensk stjórnvöld sendu í lok desember, erindi til indverskra yfirvalda þar sem óskað er tiltekinna upplýsinga sem ætlað er að greiða úr óvissu um réttarstöðu barnsins, hvað varðar ríkisfang og hvort hin íslensku hjón fari með forsjá þess að indverskum lögum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytisins. „Þessar upplýsingar hafa ekki borist en þegar afstaða indverskra yfirvalda liggur fyrir er vonast til að unnt verði að afhenda íslensku hjónunum vegabréf barnsins.“ Jóel fæddist á Indlandi í nóvember síðastliðnum. Foreldrar hans, þau Einar Þór Færseth og Helga Sveinsdóttir, fengu hjálp indverskrar staðgöngumóður sem gekk með barnið fyrir þau. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi, en engin lög eru til um hana á Indlandi. Dögg Pálsdóttir, lögmaður hjónanna, segir alls óvíst hvort eða hvenær indversk stjórnvöld verði við beiðni ráðuneytisins. Fyrirspurnin felur meðal annars í sér endanlega staðfestingu á því að Helga og Einar fari með forsjá barnsins, en einnig hvort Jóel hafi við fæðingu einnig fengið indverskan ríkisborgararétt. Þá vill ráðuneytið fá staðfestingu á því að Einar sé í raun líffræðilegur faðir barnsins. Á fæðingarvottorði Jóels, sem er gefið út af yfirvöldum í Maharashtra-ríki á Indlandi, eru Helga og Einar skráðir foreldrar hans. Vottorðið hefur verið staðfest af utanríkisráðuneyti Indlands. Innanríkisráðuneytið hefur ekki staðfest við Dögg hvers vegna vottorðið sé ekki nægilegt til að veita barninu vegabréf, að auki sé Alþingi búið að veita Jóel íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef ekki hugmynd um hvort eða hvenær indversk stjórnvöld munu svara þessari fyrirspurn,“ segir Dögg. „Á meðan ráðuneytið ætlar að láta þetta stýra vinnubrögðum í málinu, er alls óvíst hvenær þau komast til Íslands með barnið.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira