Ráðuneytið vísar á stjórnvöld erlendis 12. janúar 2011 07:00 jóel færseth einarsson Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. „Íslensk stjórnvöld sendu í lok desember, erindi til indverskra yfirvalda þar sem óskað er tiltekinna upplýsinga sem ætlað er að greiða úr óvissu um réttarstöðu barnsins, hvað varðar ríkisfang og hvort hin íslensku hjón fari með forsjá þess að indverskum lögum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytisins. „Þessar upplýsingar hafa ekki borist en þegar afstaða indverskra yfirvalda liggur fyrir er vonast til að unnt verði að afhenda íslensku hjónunum vegabréf barnsins.“ Jóel fæddist á Indlandi í nóvember síðastliðnum. Foreldrar hans, þau Einar Þór Færseth og Helga Sveinsdóttir, fengu hjálp indverskrar staðgöngumóður sem gekk með barnið fyrir þau. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi, en engin lög eru til um hana á Indlandi. Dögg Pálsdóttir, lögmaður hjónanna, segir alls óvíst hvort eða hvenær indversk stjórnvöld verði við beiðni ráðuneytisins. Fyrirspurnin felur meðal annars í sér endanlega staðfestingu á því að Helga og Einar fari með forsjá barnsins, en einnig hvort Jóel hafi við fæðingu einnig fengið indverskan ríkisborgararétt. Þá vill ráðuneytið fá staðfestingu á því að Einar sé í raun líffræðilegur faðir barnsins. Á fæðingarvottorði Jóels, sem er gefið út af yfirvöldum í Maharashtra-ríki á Indlandi, eru Helga og Einar skráðir foreldrar hans. Vottorðið hefur verið staðfest af utanríkisráðuneyti Indlands. Innanríkisráðuneytið hefur ekki staðfest við Dögg hvers vegna vottorðið sé ekki nægilegt til að veita barninu vegabréf, að auki sé Alþingi búið að veita Jóel íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef ekki hugmynd um hvort eða hvenær indversk stjórnvöld munu svara þessari fyrirspurn,“ segir Dögg. „Á meðan ráðuneytið ætlar að láta þetta stýra vinnubrögðum í málinu, er alls óvíst hvenær þau komast til Íslands með barnið.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi sem varða Jóel Færseth Einarsson, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytisins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. „Íslensk stjórnvöld sendu í lok desember, erindi til indverskra yfirvalda þar sem óskað er tiltekinna upplýsinga sem ætlað er að greiða úr óvissu um réttarstöðu barnsins, hvað varðar ríkisfang og hvort hin íslensku hjón fari með forsjá þess að indverskum lögum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytisins. „Þessar upplýsingar hafa ekki borist en þegar afstaða indverskra yfirvalda liggur fyrir er vonast til að unnt verði að afhenda íslensku hjónunum vegabréf barnsins.“ Jóel fæddist á Indlandi í nóvember síðastliðnum. Foreldrar hans, þau Einar Þór Færseth og Helga Sveinsdóttir, fengu hjálp indverskrar staðgöngumóður sem gekk með barnið fyrir þau. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi, en engin lög eru til um hana á Indlandi. Dögg Pálsdóttir, lögmaður hjónanna, segir alls óvíst hvort eða hvenær indversk stjórnvöld verði við beiðni ráðuneytisins. Fyrirspurnin felur meðal annars í sér endanlega staðfestingu á því að Helga og Einar fari með forsjá barnsins, en einnig hvort Jóel hafi við fæðingu einnig fengið indverskan ríkisborgararétt. Þá vill ráðuneytið fá staðfestingu á því að Einar sé í raun líffræðilegur faðir barnsins. Á fæðingarvottorði Jóels, sem er gefið út af yfirvöldum í Maharashtra-ríki á Indlandi, eru Helga og Einar skráðir foreldrar hans. Vottorðið hefur verið staðfest af utanríkisráðuneyti Indlands. Innanríkisráðuneytið hefur ekki staðfest við Dögg hvers vegna vottorðið sé ekki nægilegt til að veita barninu vegabréf, að auki sé Alþingi búið að veita Jóel íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef ekki hugmynd um hvort eða hvenær indversk stjórnvöld munu svara þessari fyrirspurn,“ segir Dögg. „Á meðan ráðuneytið ætlar að láta þetta stýra vinnubrögðum í málinu, er alls óvíst hvenær þau komast til Íslands með barnið.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira