Dauðsföllum fækkað um 80% Karen D. Kjartansdóttir skrifar 24. mars 2011 19:16 Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma á Íslandi hefur fækkað um áttatíu prósent undanfarna áratugi hjá fólki 75 ára og yngri. Árangurinn þykir gríðarlega góður. Prófessor í hjartalækningum segir þó að blikur séu á lofti. Ný rannsókn Hjartaverndar sýnir að dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi lækkaði um 80 prósent á 25 árum. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, er einn þeirra sem stóð að rannsókninni. Hann segir að dánartíðni kransæðasjúkdóma hafi lækkað um 80 prósent meðal karla og kvenna á aldursbilinu 25-74 ára. „Við höfum séð að ef við hefðum sömu áhættuþætti hjá þjóðinni og voru fyrir 25 árum myndi nánast muna um eitt dauðsfall á dag. Þá myndu sem sagt 300 fleiri manneskjur deyja árlega en nú," segir Karl. Hann segir að stærstan hluta af þessum góða árangri megi þakka því hve dregið hefur úr áhættuþáttum. Mataræði þjóðarinnar hafi til dæmis batnað, dregið hafi úr reykingum og færri glími við háan blóðþrýsting sem meðal annars er rakið til þess að dregið hefur úr saltneyslu. „Langmestur ávinningur næst af því að fyrirbyggja að fólk veikist heldur en að meðhöndla það eftir að það er orðið veikt," segir hann. En á sama tíma og þessi góði árangur hefur náðst hefur sykursýki og offita orðið algengari og aukið dánartíðni. „Það eru þættir sem vinna í öfuga átt og draga úr árangrinum en það er einkum vaxandi tíðni sykursýki og vaxandi offita sem þar um ræðir," segir Karl. „Allir þessir áhættuþætti eru meira eru tengdir lífstíl. Með því að bæta lífstíl getum við í raun komið í veg fyrir stóran hluta hjarta- og æðasjúkdóma. En til þess þurfum við hjálp stjórnvalda við að skapa gott umhverfi," segir Karl. Hann segir að stjórnvöld geti stuðlað að því að draga enn frekar úr dauðsföllum með lagasetningum sem stuðla að betri lífsstíl á borð við reykingarbönnum og banni á trans-fitusýrum, eins og nýlega var gert. Hann segir að aukin offita meðal ungmenna valdi áhyggjum og við henni þurfi að sporna. „Offita barna er vandamál. En það stafar af mataræði og hreyfingarleysi. Það er vissulega áhyggjuefni að börn hreyfa sig minna og borða ekki eins og heilsusamlegan mat og þau ættu að gera og það verður að reyna sporna við því," segir Karl. Nánar má lesa um málið á síðu Hjartaverndar. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma á Íslandi hefur fækkað um áttatíu prósent undanfarna áratugi hjá fólki 75 ára og yngri. Árangurinn þykir gríðarlega góður. Prófessor í hjartalækningum segir þó að blikur séu á lofti. Ný rannsókn Hjartaverndar sýnir að dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi lækkaði um 80 prósent á 25 árum. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, er einn þeirra sem stóð að rannsókninni. Hann segir að dánartíðni kransæðasjúkdóma hafi lækkað um 80 prósent meðal karla og kvenna á aldursbilinu 25-74 ára. „Við höfum séð að ef við hefðum sömu áhættuþætti hjá þjóðinni og voru fyrir 25 árum myndi nánast muna um eitt dauðsfall á dag. Þá myndu sem sagt 300 fleiri manneskjur deyja árlega en nú," segir Karl. Hann segir að stærstan hluta af þessum góða árangri megi þakka því hve dregið hefur úr áhættuþáttum. Mataræði þjóðarinnar hafi til dæmis batnað, dregið hafi úr reykingum og færri glími við háan blóðþrýsting sem meðal annars er rakið til þess að dregið hefur úr saltneyslu. „Langmestur ávinningur næst af því að fyrirbyggja að fólk veikist heldur en að meðhöndla það eftir að það er orðið veikt," segir hann. En á sama tíma og þessi góði árangur hefur náðst hefur sykursýki og offita orðið algengari og aukið dánartíðni. „Það eru þættir sem vinna í öfuga átt og draga úr árangrinum en það er einkum vaxandi tíðni sykursýki og vaxandi offita sem þar um ræðir," segir Karl. „Allir þessir áhættuþætti eru meira eru tengdir lífstíl. Með því að bæta lífstíl getum við í raun komið í veg fyrir stóran hluta hjarta- og æðasjúkdóma. En til þess þurfum við hjálp stjórnvalda við að skapa gott umhverfi," segir Karl. Hann segir að stjórnvöld geti stuðlað að því að draga enn frekar úr dauðsföllum með lagasetningum sem stuðla að betri lífsstíl á borð við reykingarbönnum og banni á trans-fitusýrum, eins og nýlega var gert. Hann segir að aukin offita meðal ungmenna valdi áhyggjum og við henni þurfi að sporna. „Offita barna er vandamál. En það stafar af mataræði og hreyfingarleysi. Það er vissulega áhyggjuefni að börn hreyfa sig minna og borða ekki eins og heilsusamlegan mat og þau ættu að gera og það verður að reyna sporna við því," segir Karl. Nánar má lesa um málið á síðu Hjartaverndar.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira