SUS gagnrýnir sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. febrúar 2011 17:07 Ólafur Örn Níelsen er formaður SUS. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrir stuðning sinn við nýtt Icesave frumvarp. Þetta kemur fram í ályktun sem SUS sendi frá sér síðdegis. Þar segir að í nefndaráliti sem þremenningarnir lögðu fram 2. febrúar sé fullum stuðningi lýst við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Engin tilraun sé gerð af hálfu þremenninganna til þess að útskýra hvers vegna íslenskir skattgreiðendur beri nú skyndilega ábyrgð á innlánum Breta og Hollendinga. „Þingmennirnir virðast í blindni treysta því mati stjórnvalda að samningurinn muni „aðeins" kosta skattgreiðendur um 50 milljarða króna. Barnalegt er að treysta á vonina eina. Bæði er mikil óvissa um það hvað fæst fyrir eignir Landsbankans og hvernig gengi krónunnar mun þróast. Áhættan af þróun þessara þátta liggur að öllu leyti hjá íslenskum skattgreiðendum sem með samningunum þurfa að taka á sig skuldbindingar í erlendri mynt. Þannig má nefna að ef krónan veikist um 2% á ársfjórðungi, fyrsta greiðslan úr þrotabúi Landsbankans berst ekki fyrr en 1. apríl 2012 og endurheimtur verða 10% minni en áætlað er þá fer kostnaðurinn úr 50 milljörðum í 233 milljarða," segir í ályktun SUS. Þá segir í ályktuninni að grundvallarspurningin sé ekki hvernig og á hvaða kjörum eigi að greiða kröfur Breta og Hollendinga. Ungir sjálfstæðismenn hafi frá upphafi hafnað að þeirra kynslóð, og kynslóð barna þeirra, verði bundin á skuldaklafa Icesave án þess að réttmætur grundvöllur sé til þess og að þær séu undirseldar mikilli áhættu um endanlega fjárhæð þeirra skulda. Stjórn SUS telur tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd vera fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu. Icesave Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrir stuðning sinn við nýtt Icesave frumvarp. Þetta kemur fram í ályktun sem SUS sendi frá sér síðdegis. Þar segir að í nefndaráliti sem þremenningarnir lögðu fram 2. febrúar sé fullum stuðningi lýst við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Engin tilraun sé gerð af hálfu þremenninganna til þess að útskýra hvers vegna íslenskir skattgreiðendur beri nú skyndilega ábyrgð á innlánum Breta og Hollendinga. „Þingmennirnir virðast í blindni treysta því mati stjórnvalda að samningurinn muni „aðeins" kosta skattgreiðendur um 50 milljarða króna. Barnalegt er að treysta á vonina eina. Bæði er mikil óvissa um það hvað fæst fyrir eignir Landsbankans og hvernig gengi krónunnar mun þróast. Áhættan af þróun þessara þátta liggur að öllu leyti hjá íslenskum skattgreiðendum sem með samningunum þurfa að taka á sig skuldbindingar í erlendri mynt. Þannig má nefna að ef krónan veikist um 2% á ársfjórðungi, fyrsta greiðslan úr þrotabúi Landsbankans berst ekki fyrr en 1. apríl 2012 og endurheimtur verða 10% minni en áætlað er þá fer kostnaðurinn úr 50 milljörðum í 233 milljarða," segir í ályktun SUS. Þá segir í ályktuninni að grundvallarspurningin sé ekki hvernig og á hvaða kjörum eigi að greiða kröfur Breta og Hollendinga. Ungir sjálfstæðismenn hafi frá upphafi hafnað að þeirra kynslóð, og kynslóð barna þeirra, verði bundin á skuldaklafa Icesave án þess að réttmætur grundvöllur sé til þess og að þær séu undirseldar mikilli áhættu um endanlega fjárhæð þeirra skulda. Stjórn SUS telur tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd vera fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu.
Icesave Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira