Stökkpallur fyrir hönnuði 2. febrúar 2011 06:00 Ýr Þrastardóttir. Ýr Þrastardóttir fatahönnuður keppir í Designers Nest í Kaupmannahöfn í næstu viku. Keppnin er þar hluti af árlegri tískuviku sem þúsundir hönnuða, söluaðila og blaðamanna hafa boðað komu sína á. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður og tækifæri til að koma mér á framfæri og mynda tengsl við aðila innan tískubransans," segir tískuhönnuðurinn Ýr Þrastardóttir, sem er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir hönnunarkeppnina Designers Nest sem fer fram á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Listaháskólar á Norðurlöndunum senda árlega fulltrúa á Designers Nest, sem er keppni þar sem hönnuðir sýna eftir sig fatalínu ári eftir útskrift. Ýr tekur þátt fyrir hönd Listaháskóla Íslands og er eini keppandi Íslands, en aðrir skólar eiga nokkra fulltrúa hver í keppninni. En hvað ætlar Ýr að sýna? „Tvo jakka og buxur við annan, samfellu og samfesting," segir Ýr, sem kveðst nota mikið af mynstrum, leðri og rúskinni. Línan öll verður til sýnis í bás á tískuvikunni. „Sem er hentugt þar sem von er á blaðamönnum frá öllum stóru tískutímaritunum. Þessi keppni og vika er stökkpallur fyrir upprennandi hönnuði." roald@frettabladid.is Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður keppir í Designers Nest í Kaupmannahöfn í næstu viku. Keppnin er þar hluti af árlegri tískuviku sem þúsundir hönnuða, söluaðila og blaðamanna hafa boðað komu sína á. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður og tækifæri til að koma mér á framfæri og mynda tengsl við aðila innan tískubransans," segir tískuhönnuðurinn Ýr Þrastardóttir, sem er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir hönnunarkeppnina Designers Nest sem fer fram á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Listaháskólar á Norðurlöndunum senda árlega fulltrúa á Designers Nest, sem er keppni þar sem hönnuðir sýna eftir sig fatalínu ári eftir útskrift. Ýr tekur þátt fyrir hönd Listaháskóla Íslands og er eini keppandi Íslands, en aðrir skólar eiga nokkra fulltrúa hver í keppninni. En hvað ætlar Ýr að sýna? „Tvo jakka og buxur við annan, samfellu og samfesting," segir Ýr, sem kveðst nota mikið af mynstrum, leðri og rúskinni. Línan öll verður til sýnis í bás á tískuvikunni. „Sem er hentugt þar sem von er á blaðamönnum frá öllum stóru tískutímaritunum. Þessi keppni og vika er stökkpallur fyrir upprennandi hönnuði." roald@frettabladid.is
Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira