Tíu sinnum fleiri í tónlistarskóla í Vesturbæ en í Breiðholti Ingimar Karl Helgason skrifar 2. febrúar 2011 18:43 Næstum tíu sinnum fleiri börn Vesturbænum ganga í tónlistarskóla, saman borið við börn í Fellunum. Fjárráð foreldra kunna að skýra þetta. Tónlistarfólk- og nemar hafa kvartað undan því að borgin ætli að draga úr framlögum til tónlistarnáms. Mótmælt var við ráðhúsið í gær. Fólkið hefur meðal annars áhyggjur af því að kostnaður nemenda sem lokið hafa skólaskyldu eigi eftir að aukast verulega. Verð fyrir tónlistarnám er eitthvað mismunandi. Veturinn í píanónámi sextán ára unglings getur kostað um 300 þúsund krónur. Það er kennslukostnaður og hann hefur borgin greitt að öllu eða verulegu leyti. Auk kennslugjaldanna greiða nemendur skólagjöld sem geta numið 80-100 þúsund krónum á vetri. Menntasvið Reykjavíkurborgar lét í hittiðfyrra vinna skýrslu um listgreinakennslu í grunnskólum borgarinnar. Þar kemur meðal annars fram að það er mjög mismunandi eftir hverfum borgarinnar, hversu hátt hlutfall barna sækir tónlistarskóla. Áberandi hátt hlutfall barna í Vesturbænum stundar tónlistarnám. Svo sem sjá má á þessum tölum: Vesturbæjarskóli 31% Melaskóli 23% Grandaskóli 21% En hvað skýrir þetta háa hlutfall tónlistarnemenda í vesturbænum? Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að skólinn hafi samið við tónlistarskólann DoReMí, um að kenna nemendum á skólatíma. „Og börnin fara út úr tíma í tónlistarnámið. Skólinn sýnir þessu skilning og áhuga og hvetur til þess að börnin stundi tónlistarnám." En bitnar þetta á öðru námi? „Við teljum ekki að svo sé. Það er frekar að börn sem eru í tómstundum, hvort sem það er tónlistarnám eða annað, sýni betri námsárangur en hitt. Við viljum því hvetja til tónlistarnáms og teljum það af hinu góða.," segir Hanna Guðbjörg. En nú er tónlistarnemenda berandi lágt í Breiðholtinu, svo sem þessi tafla úr skýrslunni sýnir: Breiðholtsskóli 7% Hólabrekkuskóli 7% Fellaskóli 4% Það virðist ekki endilega skipta máli að tónlistarskóli er í túnfætinum hjá þeim tveimur síðast nefndu, Tónlistarskóli Sigursveins, sem er við Hraunberg. Þar eru ekki - eftir því sem fréttastofu er sagt - í gildi sams konar samingar um kennslu innan skólanna, líkt og í Vesturbæjarskóla. Skólastjórnandi í Breiðholtinu sagði við fréttastofu að hluta skýringarinnar mætti finna í því að íbúar á svæðinu væru ef til vill með rýrari laun en víða annars staðar í borginni. Enn fremur er fréttastofu bent á að foreldrar um 75% barna sem stunda nám í tónlistarskóla, eru háskólamenntaðir. Enda þótt launin séu ekki alls staðar há, geti forgangsröðun foreldranna líka verið mismunandi. Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Næstum tíu sinnum fleiri börn Vesturbænum ganga í tónlistarskóla, saman borið við börn í Fellunum. Fjárráð foreldra kunna að skýra þetta. Tónlistarfólk- og nemar hafa kvartað undan því að borgin ætli að draga úr framlögum til tónlistarnáms. Mótmælt var við ráðhúsið í gær. Fólkið hefur meðal annars áhyggjur af því að kostnaður nemenda sem lokið hafa skólaskyldu eigi eftir að aukast verulega. Verð fyrir tónlistarnám er eitthvað mismunandi. Veturinn í píanónámi sextán ára unglings getur kostað um 300 þúsund krónur. Það er kennslukostnaður og hann hefur borgin greitt að öllu eða verulegu leyti. Auk kennslugjaldanna greiða nemendur skólagjöld sem geta numið 80-100 þúsund krónum á vetri. Menntasvið Reykjavíkurborgar lét í hittiðfyrra vinna skýrslu um listgreinakennslu í grunnskólum borgarinnar. Þar kemur meðal annars fram að það er mjög mismunandi eftir hverfum borgarinnar, hversu hátt hlutfall barna sækir tónlistarskóla. Áberandi hátt hlutfall barna í Vesturbænum stundar tónlistarnám. Svo sem sjá má á þessum tölum: Vesturbæjarskóli 31% Melaskóli 23% Grandaskóli 21% En hvað skýrir þetta háa hlutfall tónlistarnemenda í vesturbænum? Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að skólinn hafi samið við tónlistarskólann DoReMí, um að kenna nemendum á skólatíma. „Og börnin fara út úr tíma í tónlistarnámið. Skólinn sýnir þessu skilning og áhuga og hvetur til þess að börnin stundi tónlistarnám." En bitnar þetta á öðru námi? „Við teljum ekki að svo sé. Það er frekar að börn sem eru í tómstundum, hvort sem það er tónlistarnám eða annað, sýni betri námsárangur en hitt. Við viljum því hvetja til tónlistarnáms og teljum það af hinu góða.," segir Hanna Guðbjörg. En nú er tónlistarnemenda berandi lágt í Breiðholtinu, svo sem þessi tafla úr skýrslunni sýnir: Breiðholtsskóli 7% Hólabrekkuskóli 7% Fellaskóli 4% Það virðist ekki endilega skipta máli að tónlistarskóli er í túnfætinum hjá þeim tveimur síðast nefndu, Tónlistarskóli Sigursveins, sem er við Hraunberg. Þar eru ekki - eftir því sem fréttastofu er sagt - í gildi sams konar samingar um kennslu innan skólanna, líkt og í Vesturbæjarskóla. Skólastjórnandi í Breiðholtinu sagði við fréttastofu að hluta skýringarinnar mætti finna í því að íbúar á svæðinu væru ef til vill með rýrari laun en víða annars staðar í borginni. Enn fremur er fréttastofu bent á að foreldrar um 75% barna sem stunda nám í tónlistarskóla, eru háskólamenntaðir. Enda þótt launin séu ekki alls staðar há, geti forgangsröðun foreldranna líka verið mismunandi.
Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira