Innlent

Allt morandi í mordýrum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var allt morandi í mordýrum á Siglufirði um helgina. Mynd/ Halldór Logi Hilmarsson
Það var allt morandi í mordýrum á Siglufirði um helgina. Mynd/ Halldór Logi Hilmarsson
Það er ekki á hverjum degi sem fólk verður jafn vart við mordýr og gerðist á Siglufirði um helgina. Þar var ekki þverfótað fyrir þeim í snjónum. Mordýr eru hins vegar mjög algeng og segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur að það sé allt morandi í þeim.

„Í hverju skrefi sem þú stígur úti í náttúrunni drepur þú svo og svo mörg dýr. Þetta er ekkert óvenjulegt. Þau koma upp í gegnum snjó á veturna ef það hlánar undir," segir Erling í samtali við Vísi.

Erling segir að mordýrin taki þátt í niðurbroti ýmissa efna og éti rotverur. „Það er kannski neikvæðara því það er alltaf neikvætt að éta rotverur," segir Erling.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×