Innlent

Brimnes sigldi fram á hvítabjörn

Björninn ógurlegi. Myndina tók Hjalti Magnússon frá Bakka í Skagahreppi hinum forna. Hún birtist á 640.is.
Björninn ógurlegi. Myndina tók Hjalti Magnússon frá Bakka í Skagahreppi hinum forna. Hún birtist á 640.is.
Skipverjar á togaranum Brimnesi RE sigldu fram á ísbjörn í Smugunni á mánudaginn. Frá þessu greinir fréttavefurinn 640.is.

Þar segir að Brimnesið hafi verið að koma í Smuguna þegar skipverjar sáu hvítabjörninn. Einn skipverja sendi vefnum skeyti sem hljóðaði svo:

„Við sigldum framá ísbjörn rétt áður en við renndum inn í Smuguna í gærmorgun. Bangsi gekk lengi þvert fyrir skipið svo við máttum beygja frá honum, greinlegt að hann hefur ekki kynnst svona farartæki á lífsleiðinni.

Það var Ólafur Sveinn Ásgeirsson frá Felli við Skagaströnd sem kom auga á björninn og Hjalti Magnússon frá Bakka í Skagahreppi hinum forna tók myndirnar. Ekki nema von að allir ísbirnir sem ganga á land koma á Skagann."

Hér má svo nálgast heimasíðu 640.is þar sem hægt er að lesa nánar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×