Innlent

Koma með bátinn sem sökk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búist er við að báturinn komi á Miðbakka.
Búist er við að báturinn komi á Miðbakka.
Eftirlitsbáturinn Baldur, sem er á vegum Landhelgisgæslunnar, siglir nú með pramma Köfunarþjónustunnar til Reykjavikur með fiskibátinn Anitu Lif sem sökk norður af Akurey á laugardag. Með i för eru fulltrúar Rannsóknarnefndar sjóslysa og tryggingafelags.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hafa aðgerðir staðið yfir frá því snemma i morgun. Kafarar Landhelgisgæslunnar köfuðu niður ad bátnum og könnuðu ástand hans og umhverfi áður en settar voru festingar i bátinn og hann hífður upp. Gengu aðgerðir ágætlega. Áætlað er ad koma ad bryggju um klukkan fimm. Búist er við að hann komi að Miðbakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×