Erlent

Dýravændishús í Danmörku - hvatt til lagabreytingar á Íslandi

Erla Hlynsdóttir skrifar
Skjáskot af vef TV2
Skjáskot af vef TV2
Kynlíf með dýrum er löglegt í Danmörku og hefur þar í landi skapast mikil umræða í kjölfar þess að sjónvarpsstöðin TV2 sýndi þátt um málið. Sjónvarpsmaðurinn Niels Christian Meyer, betur þekktur sem Bubber, vildi með þættinum vekja athygli á málinu í því skyni að þrýst á að lögunum yrði breytt.

Gagnger endurskoðun á íslensku dýraverndarlögum stendur yfir. Nefnd sem nú vinnur að endurskoðuninni mun leggja til að kynferðisleg misnotkun dýra verði bönnuð.



Hvergi í lögum tekið á athæfinu


Hvergi í íslenskum lögum um dýravernd er nú fjallað um kynferðislega misnotkun þó vissulega sé óleyfilegt að fara illa með dýr. Sömu sögu er að segja um dýraverndarlög í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dýraverndunarsamtök í þessum löndum berjast þó fyrir lagabreytingum og innan Norræna dýraverndarsambandsins er einhugur um að bann verði lögfest í öllum löndum.

Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambandsins, sagði í samtali við Vísi í janúar að trúverðugar upplýsingar liggi fyrir um að íslensk hross hafi verið notuð á dýravændishúsum í Danmörku á síðari árum.

Íslenskur hestur í vændi fyrir fimm árum

Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu árið 2006 um það þegar rannsóknablaðamaður hjá danska blaðinu 24timer komst að því að dýravændishús væri starfrækt á Norður-Jótlandi. Þar var íslenski hesturinn Max seldur í vændi, ásamt fleiri dýrum.

Skiptar skoðanir eru meðal danskra stjórnmálamanna um hvort þurfi að setja lög gegn kynlífi fólks með dýrum en margir hafa kallað eftir slíku í kjölfar umfjöllunar Bubber á TV2. Af þessu tilefni hefur dómsmálaráðherrann, Lars Barfoed, gefið út að hann sé vissulega á móti þessu athæfi en hann sé ekki sannfærður um nauðsyn löggjafar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×