Erlent

Viðbúnaður í Kína vegna munks sem kveikti í sér

Tíbetskir munkar í Kambódíu. Myndin er úr safni.
Tíbetskir munkar í Kambódíu. Myndin er úr safni.
Tíbetskir munkar eru í nokkurskonar stofufangelsi í klaustrum sínum eftir að munkur kveikti í sér á almannafæri í Vestur-Kína á dögunum.

Kínversk yfirvöld sendu umsvifalaust lögreglu til þess að meina munkunum að fara úr klaustrunum.

Mikill órói er í Kína vegna lýðræðisbyltinganna í Mið-Austurlöndum. Svokölluð Jasmín-bylting hefur verið í Kína undanfarna mánuði en hún hefur verið laminn niður af hörku af kínverskum yfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×