Heidfeld ánægður með bronsið 13. apríl 2011 08:30 Nick Heidfeld frá Þýskalandi ekur með Renault. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Nick Heidfeld tryggði Renault bronsið í kappakstrinum í Malasíu á sunnudaginn og lið hans náði þriðja sæti einnig í fyrsta móti ársins með Vitaly Petrov. Heidfeld er staðgengill Robert Kubica. „Þetta eru frábær úrslit fyrir mig og liðið. Við höfum náð á verðlaunapall í tveimur mótum, sem sýnir hvað miklum framförum liðið hefur tekið. Vonandi getum við haldið framþróun bílsins áfram og náð álíka árangri í mótum á árinu", sagði Heidfeld í fréttatilkynningu frá liðinu. Margir ökumenn beittu stillanlegum afturvæng til framúraksturs og mátti berlega sjá að nýjunginn er að virka sem skyldi. Ökumaður sem er fyrir aftan keppinaut má breyta afstöðu afturvængs til að minnka niðurtog og auka hámarkshraðann til að komast framúr. „Það gekk mikið á í mótinu og ljóst að afturvængurinn virkar. Auðvitað líkar þeim við hann sem nota hann til framúraksturs, of öfugt ef farið er framúr þér með noktun hans. Ég vill samt ekki búa til gervi kappakstur með tækni, en fyrst reglan er til staðar og möguleikinn, þá er málið að nota hann." Heidfeld keppir í Kína um helgina, á brautinni sem er kennd við Sjanghæ og aðspurður um hvort hann stefndi á verðlaunapall á ný sagði Heidfeld: „Það er of snemmt að segja til um það. Það fer eftir því hvaða endurbætur verða í bílnum. Við vorum með nýjung á Sepang brautinni, en breyting á milli móta ekki eins mikil og fyrir það mót. En brautin er þannig að bíllinn ætti að vera góður á hraðasta kafla brautarinnar", sagði Heidfeld. Formúla Íþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nick Heidfeld tryggði Renault bronsið í kappakstrinum í Malasíu á sunnudaginn og lið hans náði þriðja sæti einnig í fyrsta móti ársins með Vitaly Petrov. Heidfeld er staðgengill Robert Kubica. „Þetta eru frábær úrslit fyrir mig og liðið. Við höfum náð á verðlaunapall í tveimur mótum, sem sýnir hvað miklum framförum liðið hefur tekið. Vonandi getum við haldið framþróun bílsins áfram og náð álíka árangri í mótum á árinu", sagði Heidfeld í fréttatilkynningu frá liðinu. Margir ökumenn beittu stillanlegum afturvæng til framúraksturs og mátti berlega sjá að nýjunginn er að virka sem skyldi. Ökumaður sem er fyrir aftan keppinaut má breyta afstöðu afturvængs til að minnka niðurtog og auka hámarkshraðann til að komast framúr. „Það gekk mikið á í mótinu og ljóst að afturvængurinn virkar. Auðvitað líkar þeim við hann sem nota hann til framúraksturs, of öfugt ef farið er framúr þér með noktun hans. Ég vill samt ekki búa til gervi kappakstur með tækni, en fyrst reglan er til staðar og möguleikinn, þá er málið að nota hann." Heidfeld keppir í Kína um helgina, á brautinni sem er kennd við Sjanghæ og aðspurður um hvort hann stefndi á verðlaunapall á ný sagði Heidfeld: „Það er of snemmt að segja til um það. Það fer eftir því hvaða endurbætur verða í bílnum. Við vorum með nýjung á Sepang brautinni, en breyting á milli móta ekki eins mikil og fyrir það mót. En brautin er þannig að bíllinn ætti að vera góður á hraðasta kafla brautarinnar", sagði Heidfeld.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira