Björgólfur Thor Björgólfsson segist ætla að svara rangfærslum um sig í Rannsóknarskýrslu Alþingis á næstunni. Frá þessu greinir hann í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.
Björgólfur segist hafa bundið vonir við að skýrslan markaði nýtt upphaf. Hann hafi talið það allra hag að hann sendi ekki frá sér athugasemdir um skýrsluna þegar hún kom út því hún hefði átt að vera upphafsreitur uppbyggingar. Ekkert hafi þó breyst frá því hún kom út og því sé kominn tími til að skýra málstað sinn.
Hann hefur farið fram á það við forseta Alþingis að athugasemdir hans birtist á vef skýrslunnar.- þeb / sjá síðu 15
Innlent