Erlent

Ríkisstjórn Írlands sprungin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisstjórn Írlands er sprungin, að því er fréttastofa BBC greinir frá. Græningjar ákváðu í dag að draga sig út úr ríkisstjórninni. Því er búist við því að kosið verði í Írlandi í næsta mánuði en áður hafði verið gert ráð fyrir að kosningar færu fram þann 11. mars næstkomandi.

Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands og leiðtogi Fianna Fail flokksins sem myndar meirihlutastjórn með Græningjum, ákvað í gær að hætta sem formaður flokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×