Bandaríski tæknirisinn Apple auglýsti í síðustu viku tvær stöður framkvæmdastjóra eftirlits með vörum sem ekki eru komnar á markað.
Samkvæmt fréttum netmiði lsins Apple Insider þykir tímabært að búa til þessar stöður nú þegar þegar starfsmenn fyrirtækisins hafa í tvígang lent í því óhappi að glopra frá sér frumgerð af nýjum iPhonefarsímum fyrirtækisins.
Í fyrra gleymdi starfsmaður Apple prufueintaki af iPhone 4-farsíma á bar. Síminn komst í hendur annars aðila sem birti upplýsingar um hann á undan öðrum. Tveir menn fengu dóma á sig vegna málsins. Þá mun prufu eintak fimmtu kynslóðar iPhonesímans hafa týnst í júlí.
Síminn er væntanlegur á markað í haust.
Apple leitar að öryggisstjóra
