Rúnar: Finnst stundum eins og landsliðsmenn séu að velja sér leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2011 17:30 Rúnar Kristinsson og Eiður Smári Guðjohsen í landsleik á árum áður. Mynd/Nordic Photos/Getty Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gagnrýndi íslenska landsliðsmenn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar mættur til þess að ræða um íslenska karlalandsliðið við Heimir Karlsson og Guðna Bergsson. „Leikur landsliðsins hefur breyst síðan að við vorum að spila á sínum tíma. Það er komið mikið meiri léttleiki og meira spil í íslenska landsliðið sem var það sem fólk var alltaf að biðja um. Áður fyrr lögðumst við mikið til baka og það varð allt vitlaust í stúkunni þegar við fengum innkast, komnir rétt yfir miðju," sagði Rúnar í léttum tón. „Svo fór þetta að breytast og menn fóru að ætlast til þess að menn færu að halda boltanum niðri og færu að spila fótbolta. Við erum farnir að gera það því við erum komnir með fullt af flínkum leikmönnum og þeim bara fjölgar. Á móti kemur að þegar við erum farnir að spila meiri fótbolta og farnir að færa okkur framar á völlinn þá erum við aðeins veikari til baka gegn hröðum skyndisóknum andstæðinganna. Ef við ætlum að fara að skora mikið af mörkum þá lendum við í veseni til baka. Það hefur orðið okkur að falli því menn hafa viljað gera of mikið," segir Rúnar. „Varnarleikurinn á að vera aðalsmerki íslenska landsliðsins því við erum ekki það sterkir í knattspyrnunni að við getum farið að spila hátt á vellinum. Ég sá ítalska landsliðið spila um daginn og þeir lágu til baka í 85 mínútur af leiknum og vörðust með alla sína menn á eigin vallarhelmingi. Ísland á að gera það þótt að það verði stundum allt vitlaust," segir Rúnar og hann tjáði sig líka um leikmannaval liðsins. „Strákarnir sem stóðu sig vel með 21 árs landsliðinu hafa verið að koma smátt og smátt inn í A-liðið en það er ekki hægt að taka fimm, sex, sjö nýja leikmenn og henda þeim beint inn í liðið. Þjálfarinn verður að finna það lið sem passar hverju sinni á móti andstæðingunum sem liðið er að fara að spila við. Menn þurfa að öðlast ákveðna reynslu og þó svo að menn hafi náð góðum árangri með 21 árs landsliðinu þá er ekki þar með sagt að þeir verði fullgildir og góðir A-landsliðsmenn. Það er töluvert stökk að fara upp í A-landsliðið," segir Rúnar og hann gagnrýndi líka núverandi leikmenn landsliðsins. „Það þarf að fá þessa drengi sem eru valdir til að mæta þegar þeir eru valdir og til að leggja sig fram í hvert einasta skiptið. Manni finnst það stundum eins og menn séu að velja sér leiki og það er kannski hörð gagnrýni frá mér en þetta er bara þannig. Ég stend það nálægt þessu að maður veit örlítið hvað er að gerast í kringum sig og maður heyrir mikið," sagði Rúnar. „Menn eru alltaf tilbúnir þegar þeir þurfa á glugganum að halda en þegar þeir eru búnir að nýta sér gluggann og komnir í eitthvað stórt lið út í Evrópu þá er ekki þar með sagt að þeir eigi að hætta að mæta í landsleiki," sagði Rúnar sem sagðist ennfremur vera tilbúinn að setjast í landsliðsþjálfarastólinn en að hann sé ekki viss um að rétta tímasetningin sé núna. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gagnrýndi íslenska landsliðsmenn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar mættur til þess að ræða um íslenska karlalandsliðið við Heimir Karlsson og Guðna Bergsson. „Leikur landsliðsins hefur breyst síðan að við vorum að spila á sínum tíma. Það er komið mikið meiri léttleiki og meira spil í íslenska landsliðið sem var það sem fólk var alltaf að biðja um. Áður fyrr lögðumst við mikið til baka og það varð allt vitlaust í stúkunni þegar við fengum innkast, komnir rétt yfir miðju," sagði Rúnar í léttum tón. „Svo fór þetta að breytast og menn fóru að ætlast til þess að menn færu að halda boltanum niðri og færu að spila fótbolta. Við erum farnir að gera það því við erum komnir með fullt af flínkum leikmönnum og þeim bara fjölgar. Á móti kemur að þegar við erum farnir að spila meiri fótbolta og farnir að færa okkur framar á völlinn þá erum við aðeins veikari til baka gegn hröðum skyndisóknum andstæðinganna. Ef við ætlum að fara að skora mikið af mörkum þá lendum við í veseni til baka. Það hefur orðið okkur að falli því menn hafa viljað gera of mikið," segir Rúnar. „Varnarleikurinn á að vera aðalsmerki íslenska landsliðsins því við erum ekki það sterkir í knattspyrnunni að við getum farið að spila hátt á vellinum. Ég sá ítalska landsliðið spila um daginn og þeir lágu til baka í 85 mínútur af leiknum og vörðust með alla sína menn á eigin vallarhelmingi. Ísland á að gera það þótt að það verði stundum allt vitlaust," segir Rúnar og hann tjáði sig líka um leikmannaval liðsins. „Strákarnir sem stóðu sig vel með 21 árs landsliðinu hafa verið að koma smátt og smátt inn í A-liðið en það er ekki hægt að taka fimm, sex, sjö nýja leikmenn og henda þeim beint inn í liðið. Þjálfarinn verður að finna það lið sem passar hverju sinni á móti andstæðingunum sem liðið er að fara að spila við. Menn þurfa að öðlast ákveðna reynslu og þó svo að menn hafi náð góðum árangri með 21 árs landsliðinu þá er ekki þar með sagt að þeir verði fullgildir og góðir A-landsliðsmenn. Það er töluvert stökk að fara upp í A-landsliðið," segir Rúnar og hann gagnrýndi líka núverandi leikmenn landsliðsins. „Það þarf að fá þessa drengi sem eru valdir til að mæta þegar þeir eru valdir og til að leggja sig fram í hvert einasta skiptið. Manni finnst það stundum eins og menn séu að velja sér leiki og það er kannski hörð gagnrýni frá mér en þetta er bara þannig. Ég stend það nálægt þessu að maður veit örlítið hvað er að gerast í kringum sig og maður heyrir mikið," sagði Rúnar. „Menn eru alltaf tilbúnir þegar þeir þurfa á glugganum að halda en þegar þeir eru búnir að nýta sér gluggann og komnir í eitthvað stórt lið út í Evrópu þá er ekki þar með sagt að þeir eigi að hætta að mæta í landsleiki," sagði Rúnar sem sagðist ennfremur vera tilbúinn að setjast í landsliðsþjálfarastólinn en að hann sé ekki viss um að rétta tímasetningin sé núna.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira