Fótbolti

Sir Alex Ferguson: Mourinho minnir mig á sjálfan mig þegar ég var ungur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson og José Mourinho.
Sir Alex Ferguson og José Mourinho. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur komið vini sínum José Mourinho, þjálfara Real Madrid, til varnar en Portúgalinn hefur fengið harða gagnrýni í heimalandinu fyrir framkomu sína á dögunum þar sem að hann potaði í auga Tito Vilanova, aðstoðarmanns hjá Barcelona.

„Ég sé ekkert athugavert við eldmóðinn hans. Þegar ég var ungur þá sýndi ég líka meiri eldmóð á bekknum líka. Ég var alltaf að baða út höndunum og skipa fyrir," sagði Sir Alex Ferguson í viðtali við ítalska blaðið Corriere dello Sport.

„Það er í eðli Mourinho að vera órólegur á hliðarlínunni. Þegar ég sá Mourinho hlaupa upp og niður hliðarlínuna á Old Trafford þegar hann kom þangað fyrst með Porto þá spyrði ég sjálfan mig: Var ég einu sinni svona? Fólkið kanna að meta eldmóðinn hans og stuðningsmennirnir sjá það að hann er að berjast fyrir þá og liðið þeirra," sagði Ferguson.

Það hafa verið miklar vangaveltur um það í enskum miðlum að José Mourinho muni taka við af Sir Alex Ferguson á Old Trafford en Ferguson verður sjötugur seinna á þessu ári. Mourinho á hinsvegar margt eftir ógert hjá Real Madrid og Ferguson er ekkert að fara hætta með United-liðið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×