Íslendingarnir slá í gegn á Hróarskeldu Tinni Sveinsson skrifar 1. júlí 2011 21:30 Live Project-hópurinn við höfuðstöðvar sínar sem eru á fjölmiðlasvæði hátíðarinnar. "Þetta er búið að vera frábært. Við erum að fá allskonar efni inn frá hinum og þessum. Fólk er að taka upp hundruð atriða og myndir á hverjum degi og senda inn á síðuna. Auk þess er bara föstudagur og nóg eftir af hátíðinni," segir Benedikt F. Jónsson, einn þeirra sem standa að síðunni Live Project, sem var valin samstarfsaðili Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. Hróarskelda er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims og er frábær mæting á hátíðina í ár, 125 þúsund gestir mættir. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vef Live Project, liveproject.me, með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum. Vefurinn birtir efnið samstundis og endurspeglar þannig stemmninguna á hátíðinni. Þetta mælist afar vel fyrir og er meðal annars búið að koma stórum myndastraum frá Live Project fyrir efst á heimasíðu hátíðarinnar þar sem gestir eru stöðugt hvattir til að nýta sér íslensku nýjungina. Frítt föruneyti á vegum Live Project er statt á hátíðinni til að taka myndir og breiða út hróður síðunnar. Þar er unnið baki brotnu en skipuleggjendur hópsins eru ásamt Benedikt þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. Í hópnum er einnig Jói Kjartans ljósmyndari en myndirnar sem hann tekur fyrir síðuna rata á einkasýningu hans, Næstum því lifandi, sem opnaði í gær í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar eru myndir hans sendar á veggina í sal safnsins við Tryggvagötu nánast um leið og hann smellir af í Danmörku. Hljómsveitirnar Agent Fresco, Who Knew og Ólöf Arnalds komu fram fyrir Íslands hönd á hátíðinni í ár og segir Benedikt alla tónleikana hafa gengið vel. "Viðtökurnar voru alveg frábærar. Sérstaklega hjá Ólöfu Arnalds. Hún spilaði áðan fyrir troðfullu tjaldi og færri komust að en vildu. Það er síðan krökkt af Íslendingum hérna og þeir eru í miklu stuði eins og við var að búast." Útsending Live Project stendur yfir þar til á mánudag þegar hátíðinni lýkur. Vefurinn hefur áður sýnt með sama hætti frá viðburðum eins og Airwaves og Reykjavík Fashion Festival og hefur Ring verið bakhjarl hennar frá byrjun. Síðasta útsending var frá snjóbrettamótinu AK Extreme á Akureyri en með henni fylgdust skipuleggjendur Hróarskeldu og hrifust af. Meðfylgjandi er myndasafn með nokkrum flottum Hróarskeldumyndum frá Live Project. Við hvetjum lesendur einnig til að kíkja á síðuna og renna yfir fleiri myndir og myndskeið á borð við þetta hér en þar rakst útsendari síðunnar á hæfileikaríkan trommuleikara leika listir sínar. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
"Þetta er búið að vera frábært. Við erum að fá allskonar efni inn frá hinum og þessum. Fólk er að taka upp hundruð atriða og myndir á hverjum degi og senda inn á síðuna. Auk þess er bara föstudagur og nóg eftir af hátíðinni," segir Benedikt F. Jónsson, einn þeirra sem standa að síðunni Live Project, sem var valin samstarfsaðili Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. Hróarskelda er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims og er frábær mæting á hátíðina í ár, 125 þúsund gestir mættir. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vef Live Project, liveproject.me, með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum. Vefurinn birtir efnið samstundis og endurspeglar þannig stemmninguna á hátíðinni. Þetta mælist afar vel fyrir og er meðal annars búið að koma stórum myndastraum frá Live Project fyrir efst á heimasíðu hátíðarinnar þar sem gestir eru stöðugt hvattir til að nýta sér íslensku nýjungina. Frítt föruneyti á vegum Live Project er statt á hátíðinni til að taka myndir og breiða út hróður síðunnar. Þar er unnið baki brotnu en skipuleggjendur hópsins eru ásamt Benedikt þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. Í hópnum er einnig Jói Kjartans ljósmyndari en myndirnar sem hann tekur fyrir síðuna rata á einkasýningu hans, Næstum því lifandi, sem opnaði í gær í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar eru myndir hans sendar á veggina í sal safnsins við Tryggvagötu nánast um leið og hann smellir af í Danmörku. Hljómsveitirnar Agent Fresco, Who Knew og Ólöf Arnalds komu fram fyrir Íslands hönd á hátíðinni í ár og segir Benedikt alla tónleikana hafa gengið vel. "Viðtökurnar voru alveg frábærar. Sérstaklega hjá Ólöfu Arnalds. Hún spilaði áðan fyrir troðfullu tjaldi og færri komust að en vildu. Það er síðan krökkt af Íslendingum hérna og þeir eru í miklu stuði eins og við var að búast." Útsending Live Project stendur yfir þar til á mánudag þegar hátíðinni lýkur. Vefurinn hefur áður sýnt með sama hætti frá viðburðum eins og Airwaves og Reykjavík Fashion Festival og hefur Ring verið bakhjarl hennar frá byrjun. Síðasta útsending var frá snjóbrettamótinu AK Extreme á Akureyri en með henni fylgdust skipuleggjendur Hróarskeldu og hrifust af. Meðfylgjandi er myndasafn með nokkrum flottum Hróarskeldumyndum frá Live Project. Við hvetjum lesendur einnig til að kíkja á síðuna og renna yfir fleiri myndir og myndskeið á borð við þetta hér en þar rakst útsendari síðunnar á hæfileikaríkan trommuleikara leika listir sínar.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira