Íslendingarnir slá í gegn á Hróarskeldu Tinni Sveinsson skrifar 1. júlí 2011 21:30 Live Project-hópurinn við höfuðstöðvar sínar sem eru á fjölmiðlasvæði hátíðarinnar. "Þetta er búið að vera frábært. Við erum að fá allskonar efni inn frá hinum og þessum. Fólk er að taka upp hundruð atriða og myndir á hverjum degi og senda inn á síðuna. Auk þess er bara föstudagur og nóg eftir af hátíðinni," segir Benedikt F. Jónsson, einn þeirra sem standa að síðunni Live Project, sem var valin samstarfsaðili Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. Hróarskelda er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims og er frábær mæting á hátíðina í ár, 125 þúsund gestir mættir. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vef Live Project, liveproject.me, með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum. Vefurinn birtir efnið samstundis og endurspeglar þannig stemmninguna á hátíðinni. Þetta mælist afar vel fyrir og er meðal annars búið að koma stórum myndastraum frá Live Project fyrir efst á heimasíðu hátíðarinnar þar sem gestir eru stöðugt hvattir til að nýta sér íslensku nýjungina. Frítt föruneyti á vegum Live Project er statt á hátíðinni til að taka myndir og breiða út hróður síðunnar. Þar er unnið baki brotnu en skipuleggjendur hópsins eru ásamt Benedikt þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. Í hópnum er einnig Jói Kjartans ljósmyndari en myndirnar sem hann tekur fyrir síðuna rata á einkasýningu hans, Næstum því lifandi, sem opnaði í gær í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar eru myndir hans sendar á veggina í sal safnsins við Tryggvagötu nánast um leið og hann smellir af í Danmörku. Hljómsveitirnar Agent Fresco, Who Knew og Ólöf Arnalds komu fram fyrir Íslands hönd á hátíðinni í ár og segir Benedikt alla tónleikana hafa gengið vel. "Viðtökurnar voru alveg frábærar. Sérstaklega hjá Ólöfu Arnalds. Hún spilaði áðan fyrir troðfullu tjaldi og færri komust að en vildu. Það er síðan krökkt af Íslendingum hérna og þeir eru í miklu stuði eins og við var að búast." Útsending Live Project stendur yfir þar til á mánudag þegar hátíðinni lýkur. Vefurinn hefur áður sýnt með sama hætti frá viðburðum eins og Airwaves og Reykjavík Fashion Festival og hefur Ring verið bakhjarl hennar frá byrjun. Síðasta útsending var frá snjóbrettamótinu AK Extreme á Akureyri en með henni fylgdust skipuleggjendur Hróarskeldu og hrifust af. Meðfylgjandi er myndasafn með nokkrum flottum Hróarskeldumyndum frá Live Project. Við hvetjum lesendur einnig til að kíkja á síðuna og renna yfir fleiri myndir og myndskeið á borð við þetta hér en þar rakst útsendari síðunnar á hæfileikaríkan trommuleikara leika listir sínar. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
"Þetta er búið að vera frábært. Við erum að fá allskonar efni inn frá hinum og þessum. Fólk er að taka upp hundruð atriða og myndir á hverjum degi og senda inn á síðuna. Auk þess er bara föstudagur og nóg eftir af hátíðinni," segir Benedikt F. Jónsson, einn þeirra sem standa að síðunni Live Project, sem var valin samstarfsaðili Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. Hróarskelda er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims og er frábær mæting á hátíðina í ár, 125 þúsund gestir mættir. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vef Live Project, liveproject.me, með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum. Vefurinn birtir efnið samstundis og endurspeglar þannig stemmninguna á hátíðinni. Þetta mælist afar vel fyrir og er meðal annars búið að koma stórum myndastraum frá Live Project fyrir efst á heimasíðu hátíðarinnar þar sem gestir eru stöðugt hvattir til að nýta sér íslensku nýjungina. Frítt föruneyti á vegum Live Project er statt á hátíðinni til að taka myndir og breiða út hróður síðunnar. Þar er unnið baki brotnu en skipuleggjendur hópsins eru ásamt Benedikt þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. Í hópnum er einnig Jói Kjartans ljósmyndari en myndirnar sem hann tekur fyrir síðuna rata á einkasýningu hans, Næstum því lifandi, sem opnaði í gær í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar eru myndir hans sendar á veggina í sal safnsins við Tryggvagötu nánast um leið og hann smellir af í Danmörku. Hljómsveitirnar Agent Fresco, Who Knew og Ólöf Arnalds komu fram fyrir Íslands hönd á hátíðinni í ár og segir Benedikt alla tónleikana hafa gengið vel. "Viðtökurnar voru alveg frábærar. Sérstaklega hjá Ólöfu Arnalds. Hún spilaði áðan fyrir troðfullu tjaldi og færri komust að en vildu. Það er síðan krökkt af Íslendingum hérna og þeir eru í miklu stuði eins og við var að búast." Útsending Live Project stendur yfir þar til á mánudag þegar hátíðinni lýkur. Vefurinn hefur áður sýnt með sama hætti frá viðburðum eins og Airwaves og Reykjavík Fashion Festival og hefur Ring verið bakhjarl hennar frá byrjun. Síðasta útsending var frá snjóbrettamótinu AK Extreme á Akureyri en með henni fylgdust skipuleggjendur Hróarskeldu og hrifust af. Meðfylgjandi er myndasafn með nokkrum flottum Hróarskeldumyndum frá Live Project. Við hvetjum lesendur einnig til að kíkja á síðuna og renna yfir fleiri myndir og myndskeið á borð við þetta hér en þar rakst útsendari síðunnar á hæfileikaríkan trommuleikara leika listir sínar.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira