Sport

NFL: Green Bay Packers gulltryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Rodgers.
Aaron Rodgers. Mynd/Nordic Photos/Getty
Green Bay Packers komst aftur á sigurbraut með því að vinna 35-21 sigur á Chicago Bears í eina leiknum í ameríska fótboltanum í gær. Packers unnu þrettán fyrstu leiki sína en töpuðu síðan óvænt fyrir Kansas City um síðustu helgi.

Green Bay Packers liðið gulltryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni með þessum sigri og jafnframt heimavallarrétt alla leið inn í Super Bowl. Chicago Bears á hinsvegar ekki möguleika lengur á því að komast í úrslitakeppnina og tap Chicago þýðir líka að Atlanta Falcons er komið í úrslitakeppnina.

Hinn frábæri leikstjórnandi Packers, Aaron Rodgers, setti persónulegt met með því að eiga fimm snertimarkssendingar á félaga sína í þessum leik. Rodgers vantar nú aðeins eina til þess að jafna met Tom Brady sem átti 46 snertimarkssendingar árið 2007 en hann býst sjálfur við því að vera hvíldur í lokaumferðinni um næstu helgi og sagði að metið hans Brady væri öruggt.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×