Endurskipulag bætti gengi Mercedes 26. apríl 2011 15:14 Nico Rosberg í fyrsta hring í Kína við hlið Sebastian Vettel, en Rosberg var fjórði á ráslínu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Nobert Haug, einn af yfirmönnum Mercedes Formúlu 1 liðsins segir að fundur um skipulag á mótshelgum hafi breytt gangi mála í Kína á dögunum, en liðsmenn voru ekki sáttir við árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins. Nico Rosberg var fjórði á ráslínu í Kína og lauk keppni í fimmta sæti, en Michael Schumacher var fjórtandi á ráslínu og varð áttundi í kappakstrinum. Næsta mót er í Tyrklandi 6.-8. maí. „Ég get ekki lofað því að við náum sama árangri í Tyrklandi, en það sem er mikilvægast er að finna lykilinn að hraðanum, sem er til staðar", sagði Haug í frétt á autosport.com. Ross Brawn og helstu tæknimenn liðsins funduðu fyrir mótið og breyttu aðferðarfræðinni, sem hjálpaði til við að ná betri árangri í Kína, en í tveimur fyrstu mótunum, í Ástralíu og Malasíu. Aðspurður um hvernig honum finndist Mercedes hafa gengið í upphafi tímabilins sagði Haug: „Ég hefði verið ánægðari ef Kína hefði verið fyrsta mótið. En núna skiljum við bílinn betur. Ross settist niður með strákunum og tæknimönnum og við breyttum því hvernig við nálguðumst mótshelgina." Mercedes hefur verið í vandræðum með stillanlegan afturvænginn, en það stendur til bóta fyrir næsta mót. „Við vorum í vandræðum með hluta afturvængsins, en það hefur verið leyst í meginatriðum. Við erum með aðra útfærslu, sniðugt kerfi ef það virkar og það gerði það í Kína", sagði Haug. Lewis Hamilton hjá McLaren vann mótið í Kína á dögunum og hann vann einnig mótið í Tyrklandi í fyrra, sem er næsti vettvangur Formúlu 1 liða um aðra helgi. Formúla Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nobert Haug, einn af yfirmönnum Mercedes Formúlu 1 liðsins segir að fundur um skipulag á mótshelgum hafi breytt gangi mála í Kína á dögunum, en liðsmenn voru ekki sáttir við árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins. Nico Rosberg var fjórði á ráslínu í Kína og lauk keppni í fimmta sæti, en Michael Schumacher var fjórtandi á ráslínu og varð áttundi í kappakstrinum. Næsta mót er í Tyrklandi 6.-8. maí. „Ég get ekki lofað því að við náum sama árangri í Tyrklandi, en það sem er mikilvægast er að finna lykilinn að hraðanum, sem er til staðar", sagði Haug í frétt á autosport.com. Ross Brawn og helstu tæknimenn liðsins funduðu fyrir mótið og breyttu aðferðarfræðinni, sem hjálpaði til við að ná betri árangri í Kína, en í tveimur fyrstu mótunum, í Ástralíu og Malasíu. Aðspurður um hvernig honum finndist Mercedes hafa gengið í upphafi tímabilins sagði Haug: „Ég hefði verið ánægðari ef Kína hefði verið fyrsta mótið. En núna skiljum við bílinn betur. Ross settist niður með strákunum og tæknimönnum og við breyttum því hvernig við nálguðumst mótshelgina." Mercedes hefur verið í vandræðum með stillanlegan afturvænginn, en það stendur til bóta fyrir næsta mót. „Við vorum í vandræðum með hluta afturvængsins, en það hefur verið leyst í meginatriðum. Við erum með aðra útfærslu, sniðugt kerfi ef það virkar og það gerði það í Kína", sagði Haug. Lewis Hamilton hjá McLaren vann mótið í Kína á dögunum og hann vann einnig mótið í Tyrklandi í fyrra, sem er næsti vettvangur Formúlu 1 liða um aðra helgi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira