Áfangaheimili Ekron lokað 26. apríl 2011 06:45 Áfangaheimilinu, sem staðsett er í Breiðholti, hefur nú verið lokað. Stjórn Ekron, kristilegra samtaka sem annast meðal annars starfsþjálfun og endurhæfingu óvirkra vímuefnaneytenda, hefur ákveðið að loka áfangaheimili samtakanna. Þetta staðfestir Hjalti Kjartansson, forstöðumaður Ekron, en hann var í síðasta mánuði kærður til lögreglu fyrir meint kynferðisbrot. Að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, er ráðuneytið þegar byrjað að vinna í því að finna nýtt heimili fyrir skjólstæðinga áfangaheimilisins, en þar er pláss fyrir tíu til tólf manns. Samningur ráðuneytisins við Ekron rennur út í lok maí. Ekron rekur þjálfunarstarfsemi sína á Grensásvegi 16, en áfangaheimilið er í Breiðholti. Það var eingöngu ætlað þeim sem voru í starfsþjálfun og endurhæfingu í Ekron, að því er fram kemur á heimasíðu samtakanna. Ríkið og tiltekin sveitarfélög hafa styrkt samtökin undanfarin ár með þjónustusamningum. Kona sem dvaldi á áfangaheimilinu kærði forstöðumanninn fyrir að hafa við sig samfarir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn málsins vel á veg komin. Hjalti Kjartansson vildi lítið tjá sig við Fréttablaðið um ástæður lokunar áfangaheimilisins þegar eftir því var leitað, að öðru leyti en því að þar hafi verið „alls konar viðbjóður í gangi, trúarofbeldi og rugl,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann var spurður hver hefði staðið fyrir því svaraði hann: „Sú sem fór fyrir því,“ en kvað að öðru leyti ekki „tímabært“ að tjá sig um málið. Hann kvaðst tilbúinn til að ræða við Fréttablaðið eftir hálfan mánuð, þrjár vikur. Spurður hvort honum bæri ekki skylda til að upplýsa um málefni Ekron, þar sem samtökin væru með þjónustusamning við velferðarráðuneytið sagði Hjalti að samtökin væru allt annað en áfangaheimilið. Þetta tvennt væri óskylt, þótt hvort tveggja væri á sömu vefsíðu og kennt við Ekron, sem skráð er eigandi áfangaheimilisins. „Það hefur aldrei komið svo mikið sem króna, hvorki frá ríki né sveitarfélögum, inn í þetta áfangaheimili,“ sagði hann. Aðspurður kvaðst hann ekki geta gefið upp hver færi með yfirstjórn Ekron nú því það væri verið að „rótera“ í því máli. - jss Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Stjórn Ekron, kristilegra samtaka sem annast meðal annars starfsþjálfun og endurhæfingu óvirkra vímuefnaneytenda, hefur ákveðið að loka áfangaheimili samtakanna. Þetta staðfestir Hjalti Kjartansson, forstöðumaður Ekron, en hann var í síðasta mánuði kærður til lögreglu fyrir meint kynferðisbrot. Að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, er ráðuneytið þegar byrjað að vinna í því að finna nýtt heimili fyrir skjólstæðinga áfangaheimilisins, en þar er pláss fyrir tíu til tólf manns. Samningur ráðuneytisins við Ekron rennur út í lok maí. Ekron rekur þjálfunarstarfsemi sína á Grensásvegi 16, en áfangaheimilið er í Breiðholti. Það var eingöngu ætlað þeim sem voru í starfsþjálfun og endurhæfingu í Ekron, að því er fram kemur á heimasíðu samtakanna. Ríkið og tiltekin sveitarfélög hafa styrkt samtökin undanfarin ár með þjónustusamningum. Kona sem dvaldi á áfangaheimilinu kærði forstöðumanninn fyrir að hafa við sig samfarir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn málsins vel á veg komin. Hjalti Kjartansson vildi lítið tjá sig við Fréttablaðið um ástæður lokunar áfangaheimilisins þegar eftir því var leitað, að öðru leyti en því að þar hafi verið „alls konar viðbjóður í gangi, trúarofbeldi og rugl,“ eins og hann orðaði það. Þegar hann var spurður hver hefði staðið fyrir því svaraði hann: „Sú sem fór fyrir því,“ en kvað að öðru leyti ekki „tímabært“ að tjá sig um málið. Hann kvaðst tilbúinn til að ræða við Fréttablaðið eftir hálfan mánuð, þrjár vikur. Spurður hvort honum bæri ekki skylda til að upplýsa um málefni Ekron, þar sem samtökin væru með þjónustusamning við velferðarráðuneytið sagði Hjalti að samtökin væru allt annað en áfangaheimilið. Þetta tvennt væri óskylt, þótt hvort tveggja væri á sömu vefsíðu og kennt við Ekron, sem skráð er eigandi áfangaheimilisins. „Það hefur aldrei komið svo mikið sem króna, hvorki frá ríki né sveitarfélögum, inn í þetta áfangaheimili,“ sagði hann. Aðspurður kvaðst hann ekki geta gefið upp hver færi með yfirstjórn Ekron nú því það væri verið að „rótera“ í því máli. - jss
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira