Kæri Tim: Seðlabankinn óskaði eftir milljarði frá Bandaríkjunum Valur Grettisson skrifar 15. janúar 2011 11:08 Davíð Oddsson þegar hann var seðlabankastjóri. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008, þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. Bréfið, sem er birt í heild sinni á Wikileaks, hefst á orðunum „Kæri Tim" (e. Dear Tim). Davíð óskar í bréfinu eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann í ljósi þess að allar lánalínur höfðu lokast hingað til lands eftir bankahrun. Það kemur skýrt fram í bréfinu að Davíð hafði áður óskað eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann, eða í september. Þá virðist Geithner hafa neitað honum á þeim forsendum að bankakerfið hér á landi væri of stórt. Auk þess sem Tim, eins og Davíð kallar hann, vildi ekki koma á gjaldmiðlaskiptasamningum nema að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kæmi með einhverjum hætti að ástandinu, sem ríkti hér á landi. Síðan skrifar Davíð: „Eins og þú veist eflaust, þá hefur íslenska bankakerfið minnkað verulega. Auk þess sem íslenska ríkisstjórnin hefur tilkynnt um samkomulag við AGS." Davíð bætti svo við að það væri augljóst að fleiri lán þyrftu að koma til. Í bréfinu tók hann fram að fleiri leiða væri leitað. Að endingu sagði þáverandi seðlabankastjórinn að hann hlakkaði til að fá svör við beiðninni. Sem var þó hafnað að lokum. Fram kemur í skjölum sendiráðs Bandaríkjanna að utanríkisráðuneytið íslenska hafi ekki haft vitneskju um efni bréfsins en vitað af tilvist þess. Þá er í skjölunum sem Wikileaks birtir haft eftir Benedikt Jónssyni, þáverandi starfandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, að utanríkisráðuneytinu hafi verið umhugað um að þar til bær stjórnvöld í Bandaríkjunum fengju beiðni um lánafyrigreiðslu. Benedikt mun hafa sagt bandaríska sendiherranum að búast við beiðni frá ríkisstjórn Íslands í gegnum réttar boðleiðir, strax sama dag. Í athugasemdum frá embættismönnum bandaríska sendiráðsins hér á landi, sem fylgja bréfinu, kom fram þeirra álit, að seðlabankinn hér á landi gætti stöðu sinnar vandlega, og að mati embættismanna, óskynsamlega. Fyrir áhugasama þá má lesa skjalið í heild sinni hér. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008, þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. Bréfið, sem er birt í heild sinni á Wikileaks, hefst á orðunum „Kæri Tim" (e. Dear Tim). Davíð óskar í bréfinu eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann í ljósi þess að allar lánalínur höfðu lokast hingað til lands eftir bankahrun. Það kemur skýrt fram í bréfinu að Davíð hafði áður óskað eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann, eða í september. Þá virðist Geithner hafa neitað honum á þeim forsendum að bankakerfið hér á landi væri of stórt. Auk þess sem Tim, eins og Davíð kallar hann, vildi ekki koma á gjaldmiðlaskiptasamningum nema að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kæmi með einhverjum hætti að ástandinu, sem ríkti hér á landi. Síðan skrifar Davíð: „Eins og þú veist eflaust, þá hefur íslenska bankakerfið minnkað verulega. Auk þess sem íslenska ríkisstjórnin hefur tilkynnt um samkomulag við AGS." Davíð bætti svo við að það væri augljóst að fleiri lán þyrftu að koma til. Í bréfinu tók hann fram að fleiri leiða væri leitað. Að endingu sagði þáverandi seðlabankastjórinn að hann hlakkaði til að fá svör við beiðninni. Sem var þó hafnað að lokum. Fram kemur í skjölum sendiráðs Bandaríkjanna að utanríkisráðuneytið íslenska hafi ekki haft vitneskju um efni bréfsins en vitað af tilvist þess. Þá er í skjölunum sem Wikileaks birtir haft eftir Benedikt Jónssyni, þáverandi starfandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, að utanríkisráðuneytinu hafi verið umhugað um að þar til bær stjórnvöld í Bandaríkjunum fengju beiðni um lánafyrigreiðslu. Benedikt mun hafa sagt bandaríska sendiherranum að búast við beiðni frá ríkisstjórn Íslands í gegnum réttar boðleiðir, strax sama dag. Í athugasemdum frá embættismönnum bandaríska sendiráðsins hér á landi, sem fylgja bréfinu, kom fram þeirra álit, að seðlabankinn hér á landi gætti stöðu sinnar vandlega, og að mati embættismanna, óskynsamlega. Fyrir áhugasama þá má lesa skjalið í heild sinni hér.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira