Innlent

Kjósa flokkinn frekar undir forystu Hönnu Birnu

JHH og JMI skrifar
Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir bítast um formannsembættið.
Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir bítast um formannsembættið.
Almennir kjósendur segjast líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir verður kjörinn formaður flokksins. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem stuðningsmenn hennar létu framkvæma.

Könnunin var framkvæmd í síðustu viku. Í henni var spurt hversu líklegt væri að viðkomandi myndi kjósa sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum ef Hanna Birna annars vegar og Bjarni Benediktsson hins vegar væri formaður flokksins. Svarhlutfall var 61,7 prósent.

Í niðurstöðum könnunarinnar segir að 14,6 prósent muni örugglega kjósa flokkinn ef Hanna Birna væri formaður en 10,7 prósent ef Bjarni væri formaður.

Ef einungis er litið á þá sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum sögðu fjörtíu og átta prósent örugglega munu kjósa hann ef Hanna Birna væri formaður en 38 prósent ef Bjarni væri formaður.

Tekið skal fram að stuðningsmenn Hönnu Birnu létu framkvæma könnunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×