Fótbolti

Jóhann Berg: Allir með iPad og tölvur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Leikmenn U-21 landsliðsins létu sér ekki leiðast á löngu ferðalagi sínu frá Keflavík til Álaborgar í gær.

Til stóð að ferðalagið yrði í styttra laginu og að liðið myndi geta æft fyrir kvöldmat í Álaborg. En annað kom á daginn og komst liðið ekki á áfangastað fyrr en seint í gærkvöldi.

„Fyrsti dagurinn var langur. Það byrjaði á verkfallinu - flugvirkjarnir í ruglinu - og við fórum ekki í loftið fyrr en klukkan tíu,“ sagði Jóhann Berg en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Það var svo ákveðið að fara með rútu og tók það sína fimm tíma. Þetta var því ansi skemmtilegt ferðalag.“

Strákarnir eru þó vel tæknivæddir og létu sér ekki leiðast. „Það var nú ekki mikið hægt að gera. Það voru allir með iPad og tölvur og svo náðum við að tengjast netinu í rútunni sem var nokkuð gott. Þetta slapp alveg.“

Ekki tók betra við þegar þeir vöknuðu í morgun því þá var búið að rigna í allan dag og ekki hægt að æfa í morgun.

„Það var hrikalegt. Svona er veðrið bara og við getum ekkert gert í þessu. Við höfum ekki áhyggjur og erum bara Salih Heimir yfir þessu. Hin liðin eru í sömu vandræðum og þetta bara eins og gengur og gerist.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×