Markahrókurinn Miroslav Klose hefur gengið til liðs við Lazio á Ítalíu. Klose var laus allra mála hjá Bayern Munchen og kemur til liðsins á frjálsri sölu. Hann skrifaði undir tveggja ára samning.
Hinn 33 ára pólsk-ættaði Þjóðverji á að baki magnaðan feril, sérstaklega þegar kemur að frammistöðu hans með þýska landsliðinu. Í 109 leikjum hefur hann skorað 61 mark. Þar af 14 í lokakeppni HM, einu minna en Brasilíumaðurinn Ronaldo sem skoraði 15 á ferlinum.
Klose mun gangast undir læknisskoðun hjá ítalska liðinu úr höfuðborginni og kynntur fyrir fjölmiðlum í kjölfarið.
Klose til Lazio
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti



