Erlent

Flokkaðir með tilliti til öryggis

Eftirlit Taka á upp nýjar aðferðir við öryggisleit.Fréttablaðið/AP
Eftirlit Taka á upp nýjar aðferðir við öryggisleit.Fréttablaðið/AP
Alþjóðasamtök áætlunarflugfélaga, IATA, hafa kynnt áætlun um nýja aðferð við öryggisleit á flugvöllum sem á að vera þægilegri fyrir farþega og flugfélög.

Samkvæmt áætluninni eiga farþegar að bera vegabréf með rafrænum lífkennum, en með því á að vera hægt að meta hvort farþegar geti mögulega verið hættulegir. Farþegum verður skipað í þrjá öryggisflokka og eiga þeir að ganga í gegnum skanna í samræmi við flokkunina. Í flokknum „known travelers“ eru þeir sem þegar hafa skráð sig og sem yfirvöld hafa kannað bakgrunninn hjá. „Normal screening“ er fyrir flesta farþega en „elevated risk“ er flokkur þeirra sem lítið er vitað um og verða að sæta meiri skoðun.

Framkvæmdastjóri IATA, Giovanni Bisignani, segir að núverandi eftirlitskerfi hafi verið búið til fyrir 40 árum til þess að afhjúpa flugræningja með vopn úr málmi. Nú þyrfti að hverfa frá kerfi þar sem leitað væri að hlutum og finna í staðinn hættulega einstaklinga. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×