Níumenningarnir: Lögga kölluð fífl í réttarsal SB skrifar 19. janúar 2011 10:44 Frá héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ragnar Aðalsteinsson ræðir við Láru V. Júlíusdóttur saksóknara. Gert var hróp að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. "Þið munið aldrei neitt. Andskotans fífl," kallaði einn af áhorfendum í salnum en vitnisburður lögreglunnar hefur síst varpað skýrara ljósi á hvað átti sér stað þegar hin meinta árás á Alþingi var gerð. Fram hefur komið að svokallað "árásarboð" var sent lögreglunni og allt tiltækt lið sent að Alþingishúsinu. Ekki hefur komið fram hverjir hafa rétt á að senda slíkt boð eða hvaða reglur gilda um það. Þeir lögreglumenn sem komu að vettvangi lýsa ólátum og slagsmálum inn í Alþingishúsinu. Lögreglumaðurinn Ellert Björn Svavarsson sagði: "Það var komið óæskilegt fólk inn á þingpallana." Flestar handtökur áttu sér hins vegar stað fyrir utan og þá fyrir þá sök að fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu um að halda sér utan lögregluborða. Lögreglumaðurinn Guðmundur Ingi Rúnarsson átti þátt í að handtaka Andra Lemarqui og leiða hann frá þingpöllunum út úr húsinu. Vitnisburður Guðmundar var í veigamiklum atriðum ólíkur Andra en sá síðarnefndi hefur sakað lögregluna um harðræði. Þegar Guðmundur var spurður út í hvort hann hefði borið hann með andlitið á undan niður stiga sagðist hann ekki reka til þess minni. "Þið munið aldrei neitt. Andskotans fífl!" heyrðist þá kallað úr salnum. Verjandinn Ragnar Aðalsteinsson hefur þráspurt lögregluna út í ástandið sem síðar myndaðist á Austurvelli og af hverju fólk hafi ekki verið handtekið þá fyrir árás á Alþingi. Af hverju aðeins níu hafi verið handteknir en ekki 30? Og af hverju mótmælin síðar hafi ekki talist árás á þingið. Hafa spurningar hans vakið upp pirring hjá dómara málsins Pétri Guðgeirssyni sem hefur beðið Ragnar að halda aftur að sér. Það vakti hins vegar athygli þegar lögreglumaðurinn Guðmundur Ingi svaraði spurningu Ragnars á þann veg að ástandið þann 8. desember þegar níumenningarnar voru handteknir hafi ekki verið "friðsamlegt." "Hvernig var ástandið þá síðar á Austurvelli?" spurði þá Ragnar. "Það var verra," svaraði lögreglumaðurinn. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Gert var hróp að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. "Þið munið aldrei neitt. Andskotans fífl," kallaði einn af áhorfendum í salnum en vitnisburður lögreglunnar hefur síst varpað skýrara ljósi á hvað átti sér stað þegar hin meinta árás á Alþingi var gerð. Fram hefur komið að svokallað "árásarboð" var sent lögreglunni og allt tiltækt lið sent að Alþingishúsinu. Ekki hefur komið fram hverjir hafa rétt á að senda slíkt boð eða hvaða reglur gilda um það. Þeir lögreglumenn sem komu að vettvangi lýsa ólátum og slagsmálum inn í Alþingishúsinu. Lögreglumaðurinn Ellert Björn Svavarsson sagði: "Það var komið óæskilegt fólk inn á þingpallana." Flestar handtökur áttu sér hins vegar stað fyrir utan og þá fyrir þá sök að fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu um að halda sér utan lögregluborða. Lögreglumaðurinn Guðmundur Ingi Rúnarsson átti þátt í að handtaka Andra Lemarqui og leiða hann frá þingpöllunum út úr húsinu. Vitnisburður Guðmundar var í veigamiklum atriðum ólíkur Andra en sá síðarnefndi hefur sakað lögregluna um harðræði. Þegar Guðmundur var spurður út í hvort hann hefði borið hann með andlitið á undan niður stiga sagðist hann ekki reka til þess minni. "Þið munið aldrei neitt. Andskotans fífl!" heyrðist þá kallað úr salnum. Verjandinn Ragnar Aðalsteinsson hefur þráspurt lögregluna út í ástandið sem síðar myndaðist á Austurvelli og af hverju fólk hafi ekki verið handtekið þá fyrir árás á Alþingi. Af hverju aðeins níu hafi verið handteknir en ekki 30? Og af hverju mótmælin síðar hafi ekki talist árás á þingið. Hafa spurningar hans vakið upp pirring hjá dómara málsins Pétri Guðgeirssyni sem hefur beðið Ragnar að halda aftur að sér. Það vakti hins vegar athygli þegar lögreglumaðurinn Guðmundur Ingi svaraði spurningu Ragnars á þann veg að ástandið þann 8. desember þegar níumenningarnar voru handteknir hafi ekki verið "friðsamlegt." "Hvernig var ástandið þá síðar á Austurvelli?" spurði þá Ragnar. "Það var verra," svaraði lögreglumaðurinn.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira