Innlent

Fjögur umferðaróhöpp á Vestfjörðum

Í vikunni sem var að líða voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum.

Miðvikudaginn 6. apríl varð útafakstur á Holtavörðuheiðinni, um að ræða minniháttar óhapp og ekki slys á fólki.   

Fimmtudaginn 7. apríl varð óhapp í Vestfjarðargöngunum með þeim hætti að ekið var utan í vinnulyftu Vegagerðarinnar þar sem unnið var við viðgerð á ljósum.  Ekki urðu miklar skemmdir og ekki slys á fólki.  

Föstudaginn 8. apríl varð bílvelta á Súðavíkurhlíð, þar hafnaði bifreið utan í vegriði með þeim afleiðingum að hún valt.  Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar, um minniháttar meiðsl að ræða.  

Sunndaginn 10. apríl hafnaði bifreið út fyrir veg á veginum um Þröskulda, um minniháttar óhapp var að ræða og ekki slys á fólki.

Sjö ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í vikunni.

Einn ökumaður var stöðvaður á Ísafirði fyrir of hraðan akstur, þrír í nágreni við Hólmavíkur og þrír á Holtavörðuheiðinni.  Sá sem hraðast ók, var mældur á 120 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×