Innlent

Ótrúlegt augnablik - náði myndum af eldingunni

Valur Grettisson skrifar
„Ég var fyrir utan pósthúsið í Garðabænum þegar ég ætlaði að taka grínmyndband til þess að setja á Facebook og óska öllum gleðilegt sumar," segir Sævar Már Kjartansson, sem fyrir hreina tilviljun náði myndbandi af eldingu sem sló niður sunnan við Hafnarfjörð.

Eldingunni sló niður um klukkan hálf sjö í morgun og mátti greina bjarmann alla leið niður í Skaftahlíðina þar sem þessi frétt er skrifuð.

„Þetta var mjög furðulegt enda tengir maður snjó og eldingar sjaldnast saman," segir Sævar sem ætlaði eingöngu að mynda hráslagaralegt veðrið og óska öllum gleðislegs sumars.

Sævar er að vonum sáttur við að hafa náð eldingunni á mynd, enda ótrúleg tilviljun að hann hafi verið með myndavélina á lofti, svona snemma morguns.

Myndbandið má sjá á meðfylgjandi hlekk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×