Innlent

Ákveðinn í að endurheimta traustið

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
„Ég hef ekki skipað mér í hóp þeirra sem hafa spáð hér dramatískum afleiðingum af því að samningarnir féllu í þjóðaratkvæðagreiðslunni þó að ríkisstjórnin hafi gert það,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Hann segir það hlutverk stjórnvalda nú að koma niðurstöðunni skýrt til skila til umheimsins, „það skiptir máli vegna þess að við þurfum á velvild að halda frá þeim sem við sækjum til með erlenda fjármögnun til dæmis.“

Þá segir Bjarni að skýra verði út fyrir fólki að staðan sé ekki eins slæm í efnahagslegu tilliti og ríkisstjórnin hafi gefið til kynna í aðdraganda kosninganna. „Nú þurfum við bara að bretta upp ermar og hlýða þessu kalli þjóðarinnar.“

Varðandi stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins segir Bjarni að það sé verk að vinna fyrir hann. „En það er engan bilbug á mér að finna. Það má segja að ég hafi verið að klífa brekku allt frá fyrsta degi í þessu starfi. Ég kveinka mér ekkert undan því, en það traust sem hefur mögulega glatast í þessu máli, það er ég algjörlega ákveðinn í að endurheimta með samtali við flokksmenn. - þj, þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×