Stuðningsmaður Wikileaks stöðvaður - óþolandi áreiti segir þingmaður 27. október 2011 20:43 Einn af stuðningsmönnum Wikileak-síðunnar, Jacob Appelbaum, þurfti að sæta sérstakri öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í dag, en hann var að koma frá Svíþjóð og var ferðinni heitið til Bandaríkjanna. Það var vefsíðan Grapevine sem greindi frá því að Jason væri í haldi á Keflavíkurflugvelli. Það er þó ekki fyllilega rétt, því eftirlitið sem um ræðir, og heitir á ensku, Secondary Security Screening Selection (SSSS), er nokkurskonar aukaeftirlit sem er framkvæmt af beiðni bandarískra flugöryggisyfirvalda. Þetta er engu að síður í annað skiptið sem Jason þarf að gangast í gegnum slík aukaeftirlit á Keflavíkurflugvelli, síðast lenti hann í því í janúar 2010 þegar hann hafði verið í fríi hér á landi. Appelbaum varð heimsþekktur eftir að hann varði gjörðir Wikileaks á ráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2010. Sjálfur er hann tölvusérfræðingur og hakkari. Eftir að hann hélt ræðuna hefur hann verið stöðvaður minnsta kosti fimm sinnum, nú sex sinnum, í millilandaflugi til og frá Bandaríkjunum. Sjálfur segist hann ofsóttur af bandarískum yfirvöldum vegna stuðnings síns við Wikileaks. „Það er bara ömurlegt að íslensk yfirvöld skuli taka þátt í þessu áreiti," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem þekkir Jacob persónulega. Hún segir þetta áreiti lítið annað en niðurlægingu, „sérstaklega í ljósi þess að maðurinn hefur ekki verið ákærður fyrir neitt. Þetta er óþolandi," segir Birgitta. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar, sagðist ekki hafa sérstakar upplýsingar um ferðir Jacobs. Hann áréttaði hinsvegar að aukaeftirlitið væri tilviljanakennt og framkvæmt að kröfu bandarískra flugöryggismálayfirvalda. Friðþór segir að ákveðinn hluti farþega lendi í þessu eftirliti. Hver sem er getur lent í því. Eftirlitið lýsir sér þannig að það er leitað talsvert betur á farþegum, síðan er þeim gert að bíða í afviknum sal þar sem þeir mega ekki blandast öðrum farþegum á ný. Síðan fá þeir að halda áfram óáreittir. Spurður hvort Jacob sé einfaldlega svona óheppinn að lenda tvisvar í sömu leitinni á Keflavíkurflugvelli, svarar Friðþór: „Ég myndi halda það. Menn eru allavega ekki sigtaðir út eftir nöfnum." Jacob er nú í flugi á leiðinni til Bandaríkjanna að sögn Birgittu. Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Einn af stuðningsmönnum Wikileak-síðunnar, Jacob Appelbaum, þurfti að sæta sérstakri öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í dag, en hann var að koma frá Svíþjóð og var ferðinni heitið til Bandaríkjanna. Það var vefsíðan Grapevine sem greindi frá því að Jason væri í haldi á Keflavíkurflugvelli. Það er þó ekki fyllilega rétt, því eftirlitið sem um ræðir, og heitir á ensku, Secondary Security Screening Selection (SSSS), er nokkurskonar aukaeftirlit sem er framkvæmt af beiðni bandarískra flugöryggisyfirvalda. Þetta er engu að síður í annað skiptið sem Jason þarf að gangast í gegnum slík aukaeftirlit á Keflavíkurflugvelli, síðast lenti hann í því í janúar 2010 þegar hann hafði verið í fríi hér á landi. Appelbaum varð heimsþekktur eftir að hann varði gjörðir Wikileaks á ráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2010. Sjálfur er hann tölvusérfræðingur og hakkari. Eftir að hann hélt ræðuna hefur hann verið stöðvaður minnsta kosti fimm sinnum, nú sex sinnum, í millilandaflugi til og frá Bandaríkjunum. Sjálfur segist hann ofsóttur af bandarískum yfirvöldum vegna stuðnings síns við Wikileaks. „Það er bara ömurlegt að íslensk yfirvöld skuli taka þátt í þessu áreiti," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem þekkir Jacob persónulega. Hún segir þetta áreiti lítið annað en niðurlægingu, „sérstaklega í ljósi þess að maðurinn hefur ekki verið ákærður fyrir neitt. Þetta er óþolandi," segir Birgitta. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar, sagðist ekki hafa sérstakar upplýsingar um ferðir Jacobs. Hann áréttaði hinsvegar að aukaeftirlitið væri tilviljanakennt og framkvæmt að kröfu bandarískra flugöryggismálayfirvalda. Friðþór segir að ákveðinn hluti farþega lendi í þessu eftirliti. Hver sem er getur lent í því. Eftirlitið lýsir sér þannig að það er leitað talsvert betur á farþegum, síðan er þeim gert að bíða í afviknum sal þar sem þeir mega ekki blandast öðrum farþegum á ný. Síðan fá þeir að halda áfram óáreittir. Spurður hvort Jacob sé einfaldlega svona óheppinn að lenda tvisvar í sömu leitinni á Keflavíkurflugvelli, svarar Friðþór: „Ég myndi halda það. Menn eru allavega ekki sigtaðir út eftir nöfnum." Jacob er nú í flugi á leiðinni til Bandaríkjanna að sögn Birgittu.
Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira