Stuðningsmaður Wikileaks stöðvaður - óþolandi áreiti segir þingmaður 27. október 2011 20:43 Einn af stuðningsmönnum Wikileak-síðunnar, Jacob Appelbaum, þurfti að sæta sérstakri öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í dag, en hann var að koma frá Svíþjóð og var ferðinni heitið til Bandaríkjanna. Það var vefsíðan Grapevine sem greindi frá því að Jason væri í haldi á Keflavíkurflugvelli. Það er þó ekki fyllilega rétt, því eftirlitið sem um ræðir, og heitir á ensku, Secondary Security Screening Selection (SSSS), er nokkurskonar aukaeftirlit sem er framkvæmt af beiðni bandarískra flugöryggisyfirvalda. Þetta er engu að síður í annað skiptið sem Jason þarf að gangast í gegnum slík aukaeftirlit á Keflavíkurflugvelli, síðast lenti hann í því í janúar 2010 þegar hann hafði verið í fríi hér á landi. Appelbaum varð heimsþekktur eftir að hann varði gjörðir Wikileaks á ráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2010. Sjálfur er hann tölvusérfræðingur og hakkari. Eftir að hann hélt ræðuna hefur hann verið stöðvaður minnsta kosti fimm sinnum, nú sex sinnum, í millilandaflugi til og frá Bandaríkjunum. Sjálfur segist hann ofsóttur af bandarískum yfirvöldum vegna stuðnings síns við Wikileaks. „Það er bara ömurlegt að íslensk yfirvöld skuli taka þátt í þessu áreiti," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem þekkir Jacob persónulega. Hún segir þetta áreiti lítið annað en niðurlægingu, „sérstaklega í ljósi þess að maðurinn hefur ekki verið ákærður fyrir neitt. Þetta er óþolandi," segir Birgitta. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar, sagðist ekki hafa sérstakar upplýsingar um ferðir Jacobs. Hann áréttaði hinsvegar að aukaeftirlitið væri tilviljanakennt og framkvæmt að kröfu bandarískra flugöryggismálayfirvalda. Friðþór segir að ákveðinn hluti farþega lendi í þessu eftirliti. Hver sem er getur lent í því. Eftirlitið lýsir sér þannig að það er leitað talsvert betur á farþegum, síðan er þeim gert að bíða í afviknum sal þar sem þeir mega ekki blandast öðrum farþegum á ný. Síðan fá þeir að halda áfram óáreittir. Spurður hvort Jacob sé einfaldlega svona óheppinn að lenda tvisvar í sömu leitinni á Keflavíkurflugvelli, svarar Friðþór: „Ég myndi halda það. Menn eru allavega ekki sigtaðir út eftir nöfnum." Jacob er nú í flugi á leiðinni til Bandaríkjanna að sögn Birgittu. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Einn af stuðningsmönnum Wikileak-síðunnar, Jacob Appelbaum, þurfti að sæta sérstakri öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í dag, en hann var að koma frá Svíþjóð og var ferðinni heitið til Bandaríkjanna. Það var vefsíðan Grapevine sem greindi frá því að Jason væri í haldi á Keflavíkurflugvelli. Það er þó ekki fyllilega rétt, því eftirlitið sem um ræðir, og heitir á ensku, Secondary Security Screening Selection (SSSS), er nokkurskonar aukaeftirlit sem er framkvæmt af beiðni bandarískra flugöryggisyfirvalda. Þetta er engu að síður í annað skiptið sem Jason þarf að gangast í gegnum slík aukaeftirlit á Keflavíkurflugvelli, síðast lenti hann í því í janúar 2010 þegar hann hafði verið í fríi hér á landi. Appelbaum varð heimsþekktur eftir að hann varði gjörðir Wikileaks á ráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2010. Sjálfur er hann tölvusérfræðingur og hakkari. Eftir að hann hélt ræðuna hefur hann verið stöðvaður minnsta kosti fimm sinnum, nú sex sinnum, í millilandaflugi til og frá Bandaríkjunum. Sjálfur segist hann ofsóttur af bandarískum yfirvöldum vegna stuðnings síns við Wikileaks. „Það er bara ömurlegt að íslensk yfirvöld skuli taka þátt í þessu áreiti," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem þekkir Jacob persónulega. Hún segir þetta áreiti lítið annað en niðurlægingu, „sérstaklega í ljósi þess að maðurinn hefur ekki verið ákærður fyrir neitt. Þetta er óþolandi," segir Birgitta. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar, sagðist ekki hafa sérstakar upplýsingar um ferðir Jacobs. Hann áréttaði hinsvegar að aukaeftirlitið væri tilviljanakennt og framkvæmt að kröfu bandarískra flugöryggismálayfirvalda. Friðþór segir að ákveðinn hluti farþega lendi í þessu eftirliti. Hver sem er getur lent í því. Eftirlitið lýsir sér þannig að það er leitað talsvert betur á farþegum, síðan er þeim gert að bíða í afviknum sal þar sem þeir mega ekki blandast öðrum farþegum á ný. Síðan fá þeir að halda áfram óáreittir. Spurður hvort Jacob sé einfaldlega svona óheppinn að lenda tvisvar í sömu leitinni á Keflavíkurflugvelli, svarar Friðþór: „Ég myndi halda það. Menn eru allavega ekki sigtaðir út eftir nöfnum." Jacob er nú í flugi á leiðinni til Bandaríkjanna að sögn Birgittu.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira