Viðskipti innlent

Lilja sat ekki undir ræðu Steingríms

MH og JHH skrifar
Allir helstu fulltrúar íslenskra stjórnvalda eru komnir saman á fundinum.
Allir helstu fulltrúar íslenskra stjórnvalda eru komnir saman á fundinum. mynd/ GVA.
Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, yfirgaf salinn í Hörpunni þegar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hóf ræðu sína á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda í dag.

Í ræðu sinni þakkaði Steingrímur starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins persónulega fyrir vel unnin störf í þágu Íslands. Hann sagði að áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi reynst vel. Helsta áhyggjuefni sem hafi verið í upphafi, gjaldþroti Íslands, hafi verið eytt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×