Viðskipti innlent

Krugman: Ísland brjálæðislegast af öllu brjáluðu

MH og JHH skrifar
Paul Krugman er á meðal ræðumanna í Hörpu.
Paul Krugman er á meðal ræðumanna í Hörpu.
„Ísland er það brjálæðislegasta af því brjálaða, þegar kom að bankamálum," sagði Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, á fyrirlestri í Hörpu í morgun. Erindi Krugmans nefnist A Song of Ice and Ire: Iceland in context.

Krugman segir að skuldir séu vandamál á Íslandi. Einkum hjá heimilum og fyrirtækjum. Það sé erfitt að leysa málin öðruvísi en að borga þær til baka. En Krugman segir jafnframt að Ísland sé ekki í eins slæmri stöðu og margir haldi. Atvinnuleysi sé góður samanburðarmælikvarði milli landa. Þar standi Ísland vel að vígi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×