Tólf tilboð hafa borist í Húsasmiðjuna og einstakar rekstrareiningar til Framtakssjóðs Íslands. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rann út gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framtakssjóði.
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, sem annast söluferlið í umboði Framtakssjóðs Íslands, mun nú taka tvær vikur til að yfirfara tilboðin. Auglýst var eftir óskuldbindandi tilboðum í Húsasmiðjuna hinn 22. ágúst síðastliðinn frá fjárfestum og opið öllum sem stóðust hæfismat. - sv
Tólf tilboð í Húsasmiðjuna
