Pistillinn: Fullorðni óvitinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2011 06:00 Nordic Photos / Getty Images „Fergie, semdu við hann,“ hljómaði ósjaldan á Old Trafford á árunum 2007-2009. Stuðningsmenn Manchester United skildu ekki hvers vegna Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri félagsins, vildi ekki gera langtímasamning við Carlos Tevez. Argentínumaðurinn, sem var á tveggja ára lánssamningi, fór á kostum í rauða búningnum og var uppáhald stuðningsmannanna. „Ég hefði getað farið út í eiturlyf og endað á botninum en þess í stað komst ég hingað,“ sagði Tevez eitt sinn um leið sína á toppinn. Hann sagði æsku sína í fátækrahverfum Buenos Aires þrátt fyrir allt hafa verið góða. „Ég kynntist gildum á borð við virðingu, auðmýkt og fórn,“ sagði Tevez. Argentínumaðurinn sló í gegn í heimalandinu, í Brasilíu og fyrstu ár sín í enska boltanum. Vandræðin voru þó aldrei langt undan. Hann fór í verkfall hjá Corinthians og kvartaði sáran yfir bráðabirgðahúsakynnum sínum fyrstu dagana hjá West Ham. Hann yfirgaf leikvang Hamranna í fússi eftir „ósanngjarna“ skiptingu og vældi yfir spiltíma og áhugaleysi yfirmanna hjá Manchester United. Þess á milli minnti hann heimsbyggðina á að hann væri einn besti knattspyrnumaður heims með frábærum mörkum og frammistöðu. Stolti Argentínumaðurinn sem hafnaði því að gangast undir lýtaaðgerð á ljótu brunasári á andliti sínu og hálsi. „Annaðhvort takið þið mér eins og ég er eða ekki. Það sama gildir um tennurnar. Ég mun ekki breyta sjálfum mér,“ hefur Tevez látið hafa eftir sér og uppskorið heilmikla samúð og aðdáun. Enn ein ástæða til þess að leyfa honum að njóta vafans. Nú er öll samúð að baki. Heimþrá, dætur í Argentínu, rigning á Englandi. Öllum er sama. Framherjinn sem þénar 46 milljónir íslenskra króna á viku neitar að koma inn á í stórleik í Meistaradeild Evrópu. Fáir stuðningsmenn eru líklegir til þess að biðla til knattspyrnustjóra síns að semja við kappann í framtíðinni. Köttinn í sekknum. Nema hann breyti sjálfum sér. Fullorðni óvitinn með fulla ferðatösku af vandræðum. Pistillinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
„Fergie, semdu við hann,“ hljómaði ósjaldan á Old Trafford á árunum 2007-2009. Stuðningsmenn Manchester United skildu ekki hvers vegna Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri félagsins, vildi ekki gera langtímasamning við Carlos Tevez. Argentínumaðurinn, sem var á tveggja ára lánssamningi, fór á kostum í rauða búningnum og var uppáhald stuðningsmannanna. „Ég hefði getað farið út í eiturlyf og endað á botninum en þess í stað komst ég hingað,“ sagði Tevez eitt sinn um leið sína á toppinn. Hann sagði æsku sína í fátækrahverfum Buenos Aires þrátt fyrir allt hafa verið góða. „Ég kynntist gildum á borð við virðingu, auðmýkt og fórn,“ sagði Tevez. Argentínumaðurinn sló í gegn í heimalandinu, í Brasilíu og fyrstu ár sín í enska boltanum. Vandræðin voru þó aldrei langt undan. Hann fór í verkfall hjá Corinthians og kvartaði sáran yfir bráðabirgðahúsakynnum sínum fyrstu dagana hjá West Ham. Hann yfirgaf leikvang Hamranna í fússi eftir „ósanngjarna“ skiptingu og vældi yfir spiltíma og áhugaleysi yfirmanna hjá Manchester United. Þess á milli minnti hann heimsbyggðina á að hann væri einn besti knattspyrnumaður heims með frábærum mörkum og frammistöðu. Stolti Argentínumaðurinn sem hafnaði því að gangast undir lýtaaðgerð á ljótu brunasári á andliti sínu og hálsi. „Annaðhvort takið þið mér eins og ég er eða ekki. Það sama gildir um tennurnar. Ég mun ekki breyta sjálfum mér,“ hefur Tevez látið hafa eftir sér og uppskorið heilmikla samúð og aðdáun. Enn ein ástæða til þess að leyfa honum að njóta vafans. Nú er öll samúð að baki. Heimþrá, dætur í Argentínu, rigning á Englandi. Öllum er sama. Framherjinn sem þénar 46 milljónir íslenskra króna á viku neitar að koma inn á í stórleik í Meistaradeild Evrópu. Fáir stuðningsmenn eru líklegir til þess að biðla til knattspyrnustjóra síns að semja við kappann í framtíðinni. Köttinn í sekknum. Nema hann breyti sjálfum sér. Fullorðni óvitinn með fulla ferðatösku af vandræðum.
Pistillinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira