Innlent

Tekist á um forystusætið í VR

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir Stefán Einar Stefánsson og Lúðvík Lúðvíksson keppast um forystusætið í VR.
Þeir Stefán Einar Stefánsson og Lúðvík Lúðvíksson keppast um forystusætið í VR.
Það verður tekist á um leiðtogastólinn hjá VR á næstunni. Kosið verður um formennsku í félaginu í mars. Lúðvík Lúðvíksson tilkynnti um framboð sitt í gær en áður hafði Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur tilkynnt um framboð.

Lúðvík segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær að það sé flestum ljóst að VR þurfi á sterkum formanni að halda sem sé tilbúin að leggja allt í sölurnar fyrir félagsmenn á tímum eins og þessum, þar sem kaupmáttur sé í frjálsu falli og gríðarlegur eignarbruni í algleymingi.

„Vona ég að þetta verði heiðarlegar og jákvæðar kosningar og fullar sættir náist í stjórn félagsins um stefnur og markmið svo stjórnendur og starfsfólk geti komið að því mikla starfi sem framundan er" segir Lúðvík í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×