Briatore spáir endurkomu Kubica eftir 5-6 mánuði 7. febrúar 2011 17:06 Stefano Domenicali hjá Ferrari og Flavio Briatore fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins, sem nú heitir Lotus Renault. Mynd; Mark Thompson Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins í Formúlu 1 heimsótti Robert Kubica í dag og ræddi við hann. Briatore sagði Kubica hafa talað um það hvenær hann gæti snúið aftur til keppni. Kubica er samningsbundinn Lotus Renault, sem byggir á liðinu sem Briatore var áður í forsvari fyrir. Kubica meiddist í rallkeppni þegar bíll hans or Jakup Gerber skall á vegriði í rallkeppni á Ítalíu í gær. Vegriðið var óvarið og fór það i gegnum bílinn. Kubica slasaðist á hægri hlið líkamans, en Gerber slapp ómeiddur. "Mér fannst hann góður miðað við hið hræðilega óhapp sem hann lenti í. Ég er mjög ánægður að hann er betri og er ánægður að ég ræddi lítillega við hann", sagði Briatore, sem er ítalskur og ræddi við Gazzetta dello Sport, samkvæmt frétt á autosport.com. "Kubica er óvenjulegur náungi og með möguleika á ná sér. Við ræddum ekkert um óhappið. Meira um Formúlu 1 og möguleika hans á að keppa aftur sem fyrst. Miðað við getu hans og líkamsstyrk, þá veðja ég að hann verði kominn í form eftir fimm til sex mánuði. Igor Rosello, einum af læknum hans fyrst hins vegar of snemmt að spá fyrir um hvort hann geti keppt á ný. "Það er ómögulegt að spá í þetta. Maður veit aldrei með taugarnar og það ræðst margt á vilja sjúklingsins. Kappakstursmenn eru einstakt fólk og geta stytt endurhæfingatímann verulega", sagði Rosello, en tengja þurfti taugar saman í hægri hönd Kubica. Hann gæti þurft að fara í fleiri aðgerðir en í gær vegna annarra meiðsla sem hann hlaut. Meira um mál Kubica Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins í Formúlu 1 heimsótti Robert Kubica í dag og ræddi við hann. Briatore sagði Kubica hafa talað um það hvenær hann gæti snúið aftur til keppni. Kubica er samningsbundinn Lotus Renault, sem byggir á liðinu sem Briatore var áður í forsvari fyrir. Kubica meiddist í rallkeppni þegar bíll hans or Jakup Gerber skall á vegriði í rallkeppni á Ítalíu í gær. Vegriðið var óvarið og fór það i gegnum bílinn. Kubica slasaðist á hægri hlið líkamans, en Gerber slapp ómeiddur. "Mér fannst hann góður miðað við hið hræðilega óhapp sem hann lenti í. Ég er mjög ánægður að hann er betri og er ánægður að ég ræddi lítillega við hann", sagði Briatore, sem er ítalskur og ræddi við Gazzetta dello Sport, samkvæmt frétt á autosport.com. "Kubica er óvenjulegur náungi og með möguleika á ná sér. Við ræddum ekkert um óhappið. Meira um Formúlu 1 og möguleika hans á að keppa aftur sem fyrst. Miðað við getu hans og líkamsstyrk, þá veðja ég að hann verði kominn í form eftir fimm til sex mánuði. Igor Rosello, einum af læknum hans fyrst hins vegar of snemmt að spá fyrir um hvort hann geti keppt á ný. "Það er ómögulegt að spá í þetta. Maður veit aldrei með taugarnar og það ræðst margt á vilja sjúklingsins. Kappakstursmenn eru einstakt fólk og geta stytt endurhæfingatímann verulega", sagði Rosello, en tengja þurfti taugar saman í hægri hönd Kubica. Hann gæti þurft að fara í fleiri aðgerðir en í gær vegna annarra meiðsla sem hann hlaut. Meira um mál Kubica
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira