Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Eiður Smári tjáir sig um Torres og Chelsealiðið

Eiður Smári Guðjohnsen gjörþekkir enska úrvalsdeildarliðið Chelsea enda lék íslenski landsliðsmaðurinn rúmlega 260 leiki með félaginu á árunum 2000-2006. Eiður varð tvívegis enskur meistari með Chelsea, 2004 og 2005. Atvinnumaðurinn tjáði sig um Chelsea liðið í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2.

Guðmundur Benediktsson spurði Eið Smára hvað væri að í herbúðum Chelsea og þá sérstaklega hvað væri að hjá spænska framherjanum Fernando Torres.

„Torres er að koma of mikið í átt að boltanum í stað þess að vera efst upp í rangstöðulínunni þar sem hann er sterkastur. Hann þarf að stinga sér inn fyrir vörnina, koma sér inn í vítateiginn," sagði Eiður m.a. þegar atvik úr leik Chelsea og Fulham voru skoðuð í Sunnudagsmessunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×