Langflest afbrot hér á landi tengd áfengi og fíkniefnum 28. desember 2011 08:00 Fíkniefni í vörslu lögreglu Tveir þriðju þeirra fanga sem sitja inni fyrir fíkniefnabrot hafa brotið alvarlega gegn hegningarlögum með umfangsmikilli sölu eða smygli.fréttablaðið/gva Fjórðungur allra fanga á landinu situr inni vegna fíkniefnabrota. Árið 1990 var hlutfallið sjö prósent. Fíkniefnabrot eru flokkuð sem slík þegar alvarlegasta brot sem viðkomandi hefur framið er tengt fíkniefnalöggjöfinni. Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir fíkniefni þó tengjast mun fleiri afbrotum en þeim sem formlega eru skráð sem fíkniefnabrot. „Ef við tökum alla vímugjafa tengjast þeir mjög háu hlutfalli allra brota," segir Erlendur. „Þegar menn fremja ofbeldisbrot eru þeir oftast undir áhrifum vímugjafa. Þó hefur sá misskilningur verið uppi að kynferðisbrot og heimilisofbeldi séu framin undir áhrifum vímuefna, en það er miklu oftar ekki tengt neinu slíku. Menn eru oft bláedrú að berja konurnar sínar." Vel yfir hundrað fangar af þeim sem sitja inni núna frömdu glæpi tengda vímugjöfum. Alls sitja nú 177 fangar inni í fangelsum landsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. „Ég tel að um tvö af hverjum þremur fíkniefnabrotanna megi flokka sem mjög alvarleg. Þá er um að ræða verulegt magn fíkniefna og dreifingu til margra," segir Erlendur. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur undir orð Erlends og tekur manndrápsmál sem dæmi. „Fíkniefni eða áfengi tengjast nær öllum manndrápsmálum," segir Páll. „Ég man í svipan eftir tveimur morðum sem voru framin þegar viðkomandi var edrú." Hlutfall fanga sem sátu inni vegna fíkniefnabrota árið 1990 var aðeins sjö prósent, eða 25 fangar. Tíu árum síðar var hlutfallið komið upp í 25 prósent, 55 fangar alls. Í fyrra fór hlutfallið í 36 prósent, þegar 120 fangar afplánuðu fíkniefnadóma í íslenskum fangelsum. Í ár er hlutfallið rúmlega 25 prósent. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir að hreyfiaflið bak við þessa skörpu þróun í fjölda fanga sé að stórum hluta frumkvæðisvinna lögreglu og aukin áhersla stjórnvalda á að stemma stigu við brotum af þessu tagi. „Aukinn fjöldi fíkniefnamála hefur komið inn á borð yfirvalda og eru sum mjög stór í sniðum, sem sýnir að hér er stór markaður fyrir fíkniefni og mikil eftirspurn sem margir sjá gróðavon í að fullnægja," segir Helgi.- sv Fréttir Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Fjórðungur allra fanga á landinu situr inni vegna fíkniefnabrota. Árið 1990 var hlutfallið sjö prósent. Fíkniefnabrot eru flokkuð sem slík þegar alvarlegasta brot sem viðkomandi hefur framið er tengt fíkniefnalöggjöfinni. Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir fíkniefni þó tengjast mun fleiri afbrotum en þeim sem formlega eru skráð sem fíkniefnabrot. „Ef við tökum alla vímugjafa tengjast þeir mjög háu hlutfalli allra brota," segir Erlendur. „Þegar menn fremja ofbeldisbrot eru þeir oftast undir áhrifum vímugjafa. Þó hefur sá misskilningur verið uppi að kynferðisbrot og heimilisofbeldi séu framin undir áhrifum vímuefna, en það er miklu oftar ekki tengt neinu slíku. Menn eru oft bláedrú að berja konurnar sínar." Vel yfir hundrað fangar af þeim sem sitja inni núna frömdu glæpi tengda vímugjöfum. Alls sitja nú 177 fangar inni í fangelsum landsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. „Ég tel að um tvö af hverjum þremur fíkniefnabrotanna megi flokka sem mjög alvarleg. Þá er um að ræða verulegt magn fíkniefna og dreifingu til margra," segir Erlendur. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, tekur undir orð Erlends og tekur manndrápsmál sem dæmi. „Fíkniefni eða áfengi tengjast nær öllum manndrápsmálum," segir Páll. „Ég man í svipan eftir tveimur morðum sem voru framin þegar viðkomandi var edrú." Hlutfall fanga sem sátu inni vegna fíkniefnabrota árið 1990 var aðeins sjö prósent, eða 25 fangar. Tíu árum síðar var hlutfallið komið upp í 25 prósent, 55 fangar alls. Í fyrra fór hlutfallið í 36 prósent, þegar 120 fangar afplánuðu fíkniefnadóma í íslenskum fangelsum. Í ár er hlutfallið rúmlega 25 prósent. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir að hreyfiaflið bak við þessa skörpu þróun í fjölda fanga sé að stórum hluta frumkvæðisvinna lögreglu og aukin áhersla stjórnvalda á að stemma stigu við brotum af þessu tagi. „Aukinn fjöldi fíkniefnamála hefur komið inn á borð yfirvalda og eru sum mjög stór í sniðum, sem sýnir að hér er stór markaður fyrir fíkniefni og mikil eftirspurn sem margir sjá gróðavon í að fullnægja," segir Helgi.- sv
Fréttir Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira