Matthew McConaughey hefur trúlofast kærustu sinni til síðustu fimm ára, brasilísku fyrirsætunni Camilu Alves. Leikarinn bar bónorðið upp á jóladag og fagnaði jákvæðu svari hennar með því að setja mynd af þeim að kyssast á Twitter. „Var að biðja Camilu um að giftast mér. Gleðileg jól," skrifaði hann.
Hinn 42 ára McConaughey og hin 29 ára Camila hafa verið saman í fimm ár og eiga tvö börn saman, soninn Levi og dótturina Vidu.
Trúlofuðust á jóladag
