Ólafur Björn: Er fullur sjálfstrausts Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. ágúst 2011 20:02 Ólafur Björn Loftsson, kylfingur. Nordic Photos / Getty Images Ólafur Björn Loftsson, sem nú keppir á Wyndham-mótinu á bandarísku atvinnumannaröðinni, var ánægður að loknum fyrsta keppnisdeginum. Ólafur Björn lék á tveimur höggum undir pari eftir að hafa fengið skramba á fyrstu holu. Hann var fljótur að jafna sig á því og fékk þrjá fugla á næstu fimm holum. Hann er sem stendur í 32.-57. sæti af rúmlega 150 kylfingum og því í góðri stöðu fyrir niðurskurðinn á morgun. Þá hefur hann leik klukkan 17.50 að íslenskum tíma. „Ég hef engu að tapa í þessu móti og spilaði grimmt. Ég notaði driver á öllum holum nema einni og hitti allar brautir nema tvær." „Svo var sjálfstraustið gott hjá mér, ég var að koma mér í mörg fuglafæri og náði að setja niður nokkur góð pútt. Það vantaði reyndar aðeins upp á það á seinni níu en ég var samt að koma mér í góða sénsa." „Þetta hefði alveg getað verið enn betri hringur hjá mér í dag og er ég því fullur sjálfstrausts fyrir morgundaginn." Nánar er rætt við Ólaf Björn í Fréttablaðinu á morgun. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson, sem nú keppir á Wyndham-mótinu á bandarísku atvinnumannaröðinni, var ánægður að loknum fyrsta keppnisdeginum. Ólafur Björn lék á tveimur höggum undir pari eftir að hafa fengið skramba á fyrstu holu. Hann var fljótur að jafna sig á því og fékk þrjá fugla á næstu fimm holum. Hann er sem stendur í 32.-57. sæti af rúmlega 150 kylfingum og því í góðri stöðu fyrir niðurskurðinn á morgun. Þá hefur hann leik klukkan 17.50 að íslenskum tíma. „Ég hef engu að tapa í þessu móti og spilaði grimmt. Ég notaði driver á öllum holum nema einni og hitti allar brautir nema tvær." „Svo var sjálfstraustið gott hjá mér, ég var að koma mér í mörg fuglafæri og náði að setja niður nokkur góð pútt. Það vantaði reyndar aðeins upp á það á seinni níu en ég var samt að koma mér í góða sénsa." „Þetta hefði alveg getað verið enn betri hringur hjá mér í dag og er ég því fullur sjálfstrausts fyrir morgundaginn." Nánar er rætt við Ólaf Björn í Fréttablaðinu á morgun.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira